„Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2022 14:50 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur átt undir högg að sækja undanfarna daga. EPA/Jessica Taylor Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. Þá voru harðar samkomutakmarkanir í gildi í Bretlandi en haldin var veisla við heimili Borisar til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Var fólk hvatt til að mæta með eigið áfengi. Í síðustu viku baðst forsætisráðherrann afsökunar á þingi og sagðist hann hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða. Sjá einnig: Boris á hálum ís Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Borisar, steig þó fram og sagði forsætisráðherrann hafa logið að þinginu. Hann sagðist persónulega hafa bent á að samkvæmið færi gegn reglunum og háttsettur embættismaður hefði sagst ætla að bera það undir Boris, samkvæmt frétt Guardian. Skömmu seinna hefði Boris sagt við starfsfólk að áðurnefndur embættismaður hefði boðið fólki í samkvæmi og fagnað því. Cummings sagði forsætisráðherrann hafa leitt hjá sér að samkvæmið væri gegn reglunum. Boris sagði svo í viðtali við Sky News í dag að enginn hefði sagt honum að samkvæmið væri brot á reglunum. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína og sagði að aldrei hefði átt að halda samkvæmið. Þá sagði hann að enginn hefði sagt sér að samkvæmið væri brot á reglunum. Ef það hefði verið gert hefði samkvæmið aldrei verið haldið. „Ég man þetta svo að ég fór út í garð í um 25 mínútur, sem ég hélt að væri vinnuatburður, og að tala við starfsfólkið, þakka starfsfólkinu. Síðan fó ég aftur inn á skrifstofu og hélt áfram að vinna,“ sagði Boris. Hann sagði einnig að eftir á að hyggja hefði hann strax átt að sjá að þetta væri brot á reglum og segja fólki að fara aftur inn. Samkvæmið er til rannsóknar og er forsætisráðherrann var spurður hvort hann myndi segja af sér ef í ljós kæmi að hann hefði sagt þingmönnum ósatt sagði hann: „Sjáum hvað fram kemur í skýrslunni“. Bretland Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Þá voru harðar samkomutakmarkanir í gildi í Bretlandi en haldin var veisla við heimili Borisar til að fagna vinnu ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveiruna. Var fólk hvatt til að mæta með eigið áfengi. Í síðustu viku baðst forsætisráðherrann afsökunar á þingi og sagðist hann hafa talið að um vinnuviðburð væri að ræða. Sjá einnig: Boris á hálum ís Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Borisar, steig þó fram og sagði forsætisráðherrann hafa logið að þinginu. Hann sagðist persónulega hafa bent á að samkvæmið færi gegn reglunum og háttsettur embættismaður hefði sagst ætla að bera það undir Boris, samkvæmt frétt Guardian. Skömmu seinna hefði Boris sagt við starfsfólk að áðurnefndur embættismaður hefði boðið fólki í samkvæmi og fagnað því. Cummings sagði forsætisráðherrann hafa leitt hjá sér að samkvæmið væri gegn reglunum. Boris sagði svo í viðtali við Sky News í dag að enginn hefði sagt honum að samkvæmið væri brot á reglunum. Hann ítrekaði afsökunarbeiðni sína og sagði að aldrei hefði átt að halda samkvæmið. Þá sagði hann að enginn hefði sagt sér að samkvæmið væri brot á reglunum. Ef það hefði verið gert hefði samkvæmið aldrei verið haldið. „Ég man þetta svo að ég fór út í garð í um 25 mínútur, sem ég hélt að væri vinnuatburður, og að tala við starfsfólkið, þakka starfsfólkinu. Síðan fó ég aftur inn á skrifstofu og hélt áfram að vinna,“ sagði Boris. Hann sagði einnig að eftir á að hyggja hefði hann strax átt að sjá að þetta væri brot á reglum og segja fólki að fara aftur inn. Samkvæmið er til rannsóknar og er forsætisráðherrann var spurður hvort hann myndi segja af sér ef í ljós kæmi að hann hefði sagt þingmönnum ósatt sagði hann: „Sjáum hvað fram kemur í skýrslunni“.
Bretland Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira