Enski boltinn

Að­eins þrír leik­menn United ó­hultir ef Kea­ne fengi að munda niður­skurðar­hnífinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roy Keane myndi halda Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United.
Roy Keane myndi halda Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo hjá Manchester United. epa/PETER POWELL

Bara þrír leikmenn Manchester United væru öruggir með framtíð sína hjá félaginu ef Roy Keane fengi að ráða.

United kastaði frá sér tveggja marka forskoti gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Liðið er í 7. sæti, fimm stigum á eftir West Ham United sem er í 4. sætinu. United á þó leik til góða.

Keane fjallaði um leik United og Villa fyrir Sky Sports. Írinn var spurður hvaða leikmenn hann myndi byggja lið United í kringum. Hann nefndi þrjá til sögunnar.

„Hverjum myndi ég halda meinarðu? Ég veit það ekki, í alvörunni? Já, Bruno [Fernandes]. Leikmenn eins og [Cristiano] Ronaldo og [Raphaël] Varane. Þetta er ekki bara svartnætti. Það eru nokkrir góðir ungir leikmenn þarna,“ sagði Keane.

Fernandes skoraði bæði mörk United gegn Villa og Varane lék allan leikinn í miðri vörn liðsins. Ronaldo var hins vegar fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Næsti leikur United er gegn nýliðum Brentford á miðvikudagskvöldið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.