Erlent

Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sprengigosið í gær var það stærsta á svæðinu í marga áratugi.
Sprengigosið í gær var það stærsta á svæðinu í marga áratugi. ap/japan meteorology agency

Á Tonga-eyja­klasanum er um­horfs eins og á Tunglinu eftir gríðar­legt ösku­fall eftir neðan­jarðar­eld­gosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt ösku­lag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án raf­magns og síma­sam­bands síðan í gær.

Gríðar­leg þörf er þar á fersku vatni en í­búar eyjanna hafa verið varaðir við því að neyta krana­vatns, sem er mjög mengað eftir ösku­fallið. Í­búar eiga að drekka vatn í flöskum og nota and­lits­grímur til að koma í veg fyrir að fá of mikið af ösku í lungun.

Eld­gosinu í gær fylgdi flóð­bylgja sem skall á öllum eyjunum í Kyrra­hafinu. Tonga er eyja­klasi sem saman­stendur af hátt í tvö hundruð eyjum en á þeim mörgum býr enginn. Sam­tals búa um 105 þúsund á eyjunum.

Lítið sem ekkert sam­band hefur verið við í­búana frá því að flóð­bylgjan skall á eyjunum í gær en ein­hverjir hjálpar­liðar hafa farið til og frá svæðisinu síðan. Enginn virðist hafa látist í hörmungunum í gær.

Því er litlar upp­lýsingar að fá um á­standið á svæðinu en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins lýsa þeir sem náðst hefur í á svæðinu því eins og að vera á tunglinu. 

Bæði Nýja-Sjá­land og Ástralía ætla í könnunar­flug yfir svæðið til að meta skaðann. Talið er að hörmungarnar hafi mikil á­hrif á um 80 þúsund íbúa eyjanna.

Af gervi­hnatta­myndum að dæma má ætla að margar eyjanna hafi farið á kaf í flóðunum. Sér­fræðingar segja að eld­gosið í gær hafi verið það stærsta í marga ára­tugi á svæðinu en neðan­jarðar­eld­fjallið Hunga-Tonga-Hunga-Ha'apai er nokkuð virkt.


Tengdar fréttir

Flóð­bylgja skall á Tonga

Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni.

Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju

Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×