Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 22:37 Hér má sjá öskustrókinn frá eldfjallinu í morgun. AP/Japan Meteorology Agency Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. Viðvaranir í Japan gera ráð fyrir að allt að þriggja metra háar flóðbygljur geti skollið á strendur landsins en flóðbylgjurnar eru þegar farnar að berast að ströndum Japan, þær hæstu um 1,2 metrar. New images of #Tonga volcano #eruption, this from @KMA_Skylove_eng's #GK2A weather sat.Each frame in this video is 10 minutes apart. Mind blowing how quickly the eruption happened. pic.twitter.com/jaZA6No9u0— Simon Proud (@simon_sat) January 15, 2022 Bandaríkin hafa sömuleiðis varað íbúa á vesturströndinni við því að vera í nálægð við sjóinn og gera ráð fyrir flóðum og miklum öldugangi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins heyrðust drunurnar frá eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai um allt Suður-Kyrrahafið og bárust meira að segja til Bandaríkjanna. Tsunami videos out of Tonga 🇹🇴 this afternoon following the Volcano Eruption. pic.twitter.com/JTIcEdbpGe— Jese Tuisinu (@JTuisinu) January 15, 2022 Shane Cronin, eldfjallafræðingur og prófessor við háskólann í Auckland, segir eldgosið það kraftmesta og stærsta á Tonga-brotabeltinu í meira en þrjátíu ár. „Það merkilegasta er hvað það breiddi hratt úr sér. Þetta gos er stærra og askan breiðist lengra út og er mun meiri en áður. Ég geri ráð fyrir því að öskufallið í Tonga muni verða margra sentímetra djúpt.“ Eins og áður segir skall flóðbylgja á höfuðborg Tonga í morgun og eru margir hlutar eyjunnar nú þaktir ösku. Höfuðborgin er aðeins um 65 km suður af eldfjallinu og hefur rafmagn, síma- og netsamband víða rofnað. Hvort einhver hafi slasast eða farist í dag er ekki ljóst og þá eru skemmdir á innviðum enn óljósir. Samkvæmt veðurstofu Tonga nær öskustrókurinn frá eldfjallinu um tuttugu kílómetra upp í loftið. Viðvaranir hafa verið gefnar út víða um Kyrrahafið vegna eldgossins. Yfirvöld á Fiji hafa gefið út leiðbeiningar vegna gossins og mögulegra flóðbylgja og opnað fjöldahjálparstöðvar fyrir fólk sem býr við strendurnar. Yfirvöld í Vanuatu hafa gert slíkt hið sama. Timelapse of Hunga Tonga #volcano eruption on Jan 15 2022. Created using the #streamlit web app 👇App: https://t.co/LpcKK9yI6pLocation: 20.536°S 175.382°WTime: 03:00-07:00 UTCSatellite: GOES-17 CMI Full Disk#EarthEngine #geemap #eochat #gischat #dataviz https://t.co/DY9QgMENxK pic.twitter.com/OcjCi0xUQ4— Qiusheng Wu (@giswqs) January 15, 2022 Þá segjast yfirvöld í Ástralíu fylgjast grannt með stöðunni og hafa gefið út viðvaranir í Tasmaníu og sumum svæðum við austurströndina. Yfirvöld í Nýja Sjálandi hafa sömuleiðis varað við miklum öldugangi við austurströnd landsins. Tonga Bandaríkin Japan Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Viðvaranir í Japan gera ráð fyrir að allt að þriggja metra háar flóðbygljur geti skollið á strendur landsins en flóðbylgjurnar eru þegar farnar að berast að ströndum Japan, þær hæstu um 1,2 metrar. New images of #Tonga volcano #eruption, this from @KMA_Skylove_eng's #GK2A weather sat.Each frame in this video is 10 minutes apart. Mind blowing how quickly the eruption happened. pic.twitter.com/jaZA6No9u0— Simon Proud (@simon_sat) January 15, 2022 Bandaríkin hafa sömuleiðis varað íbúa á vesturströndinni við því að vera í nálægð við sjóinn og gera ráð fyrir flóðum og miklum öldugangi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins heyrðust drunurnar frá eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai um allt Suður-Kyrrahafið og bárust meira að segja til Bandaríkjanna. Tsunami videos out of Tonga 🇹🇴 this afternoon following the Volcano Eruption. pic.twitter.com/JTIcEdbpGe— Jese Tuisinu (@JTuisinu) January 15, 2022 Shane Cronin, eldfjallafræðingur og prófessor við háskólann í Auckland, segir eldgosið það kraftmesta og stærsta á Tonga-brotabeltinu í meira en þrjátíu ár. „Það merkilegasta er hvað það breiddi hratt úr sér. Þetta gos er stærra og askan breiðist lengra út og er mun meiri en áður. Ég geri ráð fyrir því að öskufallið í Tonga muni verða margra sentímetra djúpt.“ Eins og áður segir skall flóðbylgja á höfuðborg Tonga í morgun og eru margir hlutar eyjunnar nú þaktir ösku. Höfuðborgin er aðeins um 65 km suður af eldfjallinu og hefur rafmagn, síma- og netsamband víða rofnað. Hvort einhver hafi slasast eða farist í dag er ekki ljóst og þá eru skemmdir á innviðum enn óljósir. Samkvæmt veðurstofu Tonga nær öskustrókurinn frá eldfjallinu um tuttugu kílómetra upp í loftið. Viðvaranir hafa verið gefnar út víða um Kyrrahafið vegna eldgossins. Yfirvöld á Fiji hafa gefið út leiðbeiningar vegna gossins og mögulegra flóðbylgja og opnað fjöldahjálparstöðvar fyrir fólk sem býr við strendurnar. Yfirvöld í Vanuatu hafa gert slíkt hið sama. Timelapse of Hunga Tonga #volcano eruption on Jan 15 2022. Created using the #streamlit web app 👇App: https://t.co/LpcKK9yI6pLocation: 20.536°S 175.382°WTime: 03:00-07:00 UTCSatellite: GOES-17 CMI Full Disk#EarthEngine #geemap #eochat #gischat #dataviz https://t.co/DY9QgMENxK pic.twitter.com/OcjCi0xUQ4— Qiusheng Wu (@giswqs) January 15, 2022 Þá segjast yfirvöld í Ástralíu fylgjast grannt með stöðunni og hafa gefið út viðvaranir í Tasmaníu og sumum svæðum við austurströndina. Yfirvöld í Nýja Sjálandi hafa sömuleiðis varað við miklum öldugangi við austurströnd landsins.
Tonga Bandaríkin Japan Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira