Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 22:37 Hér má sjá öskustrókinn frá eldfjallinu í morgun. AP/Japan Meteorology Agency Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. Viðvaranir í Japan gera ráð fyrir að allt að þriggja metra háar flóðbygljur geti skollið á strendur landsins en flóðbylgjurnar eru þegar farnar að berast að ströndum Japan, þær hæstu um 1,2 metrar. New images of #Tonga volcano #eruption, this from @KMA_Skylove_eng's #GK2A weather sat.Each frame in this video is 10 minutes apart. Mind blowing how quickly the eruption happened. pic.twitter.com/jaZA6No9u0— Simon Proud (@simon_sat) January 15, 2022 Bandaríkin hafa sömuleiðis varað íbúa á vesturströndinni við því að vera í nálægð við sjóinn og gera ráð fyrir flóðum og miklum öldugangi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins heyrðust drunurnar frá eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai um allt Suður-Kyrrahafið og bárust meira að segja til Bandaríkjanna. Tsunami videos out of Tonga 🇹🇴 this afternoon following the Volcano Eruption. pic.twitter.com/JTIcEdbpGe— Jese Tuisinu (@JTuisinu) January 15, 2022 Shane Cronin, eldfjallafræðingur og prófessor við háskólann í Auckland, segir eldgosið það kraftmesta og stærsta á Tonga-brotabeltinu í meira en þrjátíu ár. „Það merkilegasta er hvað það breiddi hratt úr sér. Þetta gos er stærra og askan breiðist lengra út og er mun meiri en áður. Ég geri ráð fyrir því að öskufallið í Tonga muni verða margra sentímetra djúpt.“ Eins og áður segir skall flóðbylgja á höfuðborg Tonga í morgun og eru margir hlutar eyjunnar nú þaktir ösku. Höfuðborgin er aðeins um 65 km suður af eldfjallinu og hefur rafmagn, síma- og netsamband víða rofnað. Hvort einhver hafi slasast eða farist í dag er ekki ljóst og þá eru skemmdir á innviðum enn óljósir. Samkvæmt veðurstofu Tonga nær öskustrókurinn frá eldfjallinu um tuttugu kílómetra upp í loftið. Viðvaranir hafa verið gefnar út víða um Kyrrahafið vegna eldgossins. Yfirvöld á Fiji hafa gefið út leiðbeiningar vegna gossins og mögulegra flóðbylgja og opnað fjöldahjálparstöðvar fyrir fólk sem býr við strendurnar. Yfirvöld í Vanuatu hafa gert slíkt hið sama. Timelapse of Hunga Tonga #volcano eruption on Jan 15 2022. Created using the #streamlit web app 👇App: https://t.co/LpcKK9yI6pLocation: 20.536°S 175.382°WTime: 03:00-07:00 UTCSatellite: GOES-17 CMI Full Disk#EarthEngine #geemap #eochat #gischat #dataviz https://t.co/DY9QgMENxK pic.twitter.com/OcjCi0xUQ4— Qiusheng Wu (@giswqs) January 15, 2022 Þá segjast yfirvöld í Ástralíu fylgjast grannt með stöðunni og hafa gefið út viðvaranir í Tasmaníu og sumum svæðum við austurströndina. Yfirvöld í Nýja Sjálandi hafa sömuleiðis varað við miklum öldugangi við austurströnd landsins. Tonga Bandaríkin Japan Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira
Viðvaranir í Japan gera ráð fyrir að allt að þriggja metra háar flóðbygljur geti skollið á strendur landsins en flóðbylgjurnar eru þegar farnar að berast að ströndum Japan, þær hæstu um 1,2 metrar. New images of #Tonga volcano #eruption, this from @KMA_Skylove_eng's #GK2A weather sat.Each frame in this video is 10 minutes apart. Mind blowing how quickly the eruption happened. pic.twitter.com/jaZA6No9u0— Simon Proud (@simon_sat) January 15, 2022 Bandaríkin hafa sömuleiðis varað íbúa á vesturströndinni við því að vera í nálægð við sjóinn og gera ráð fyrir flóðum og miklum öldugangi. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins heyrðust drunurnar frá eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga Ha'apai um allt Suður-Kyrrahafið og bárust meira að segja til Bandaríkjanna. Tsunami videos out of Tonga 🇹🇴 this afternoon following the Volcano Eruption. pic.twitter.com/JTIcEdbpGe— Jese Tuisinu (@JTuisinu) January 15, 2022 Shane Cronin, eldfjallafræðingur og prófessor við háskólann í Auckland, segir eldgosið það kraftmesta og stærsta á Tonga-brotabeltinu í meira en þrjátíu ár. „Það merkilegasta er hvað það breiddi hratt úr sér. Þetta gos er stærra og askan breiðist lengra út og er mun meiri en áður. Ég geri ráð fyrir því að öskufallið í Tonga muni verða margra sentímetra djúpt.“ Eins og áður segir skall flóðbylgja á höfuðborg Tonga í morgun og eru margir hlutar eyjunnar nú þaktir ösku. Höfuðborgin er aðeins um 65 km suður af eldfjallinu og hefur rafmagn, síma- og netsamband víða rofnað. Hvort einhver hafi slasast eða farist í dag er ekki ljóst og þá eru skemmdir á innviðum enn óljósir. Samkvæmt veðurstofu Tonga nær öskustrókurinn frá eldfjallinu um tuttugu kílómetra upp í loftið. Viðvaranir hafa verið gefnar út víða um Kyrrahafið vegna eldgossins. Yfirvöld á Fiji hafa gefið út leiðbeiningar vegna gossins og mögulegra flóðbylgja og opnað fjöldahjálparstöðvar fyrir fólk sem býr við strendurnar. Yfirvöld í Vanuatu hafa gert slíkt hið sama. Timelapse of Hunga Tonga #volcano eruption on Jan 15 2022. Created using the #streamlit web app 👇App: https://t.co/LpcKK9yI6pLocation: 20.536°S 175.382°WTime: 03:00-07:00 UTCSatellite: GOES-17 CMI Full Disk#EarthEngine #geemap #eochat #gischat #dataviz https://t.co/DY9QgMENxK pic.twitter.com/OcjCi0xUQ4— Qiusheng Wu (@giswqs) January 15, 2022 Þá segjast yfirvöld í Ástralíu fylgjast grannt með stöðunni og hafa gefið út viðvaranir í Tasmaníu og sumum svæðum við austurströndina. Yfirvöld í Nýja Sjálandi hafa sömuleiðis varað við miklum öldugangi við austurströnd landsins.
Tonga Bandaríkin Japan Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Sjá meira