Erlent

Höggbylgja frá Tonga mældist í Bolungarvík

Smári Jökull Jónsson skrifar
Myndin er tekin úr Himawari-8, gervihnetti á vegum japanskra veðuryfirvalda.
Myndin er tekin úr Himawari-8, gervihnetti á vegum japanskra veðuryfirvalda. Vísir/AP

Eldgosið í neðansjávareldfjallinu Hunga Ha‘apai hefur kæft eyjaklasann í ösku. Fréttir frá eyjunum eru takmarkaðar en ekki hafa borist fregnir af dauðsföllum.

Eldgosið hófst snemma í gærmorgun og olli flóðbylgju á Tonga eyjunum. Bylgjan var rúmlega metri á hæð og voru gefnar út viðvaranir bæði í Tonga og í Nýja-Sjálandi.

Forsætisráðherra Nýja Sjálands, Jacinda Ardern, segir flóðbylgjuna hafa valdið skemmdum víða, skolað bátum á haf út sem lágu við bryggju og eyðilagt verslanir við ströndina en þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Vegna öskufallsins hafa íbúar verið hvattir til þess að neyta vatns úr flöskum og bera grímur sér til verndar en fín askan mengaði vatnsból á svæðinu.

Eins og áður segir eru litlar fréttir um áhrif eldgossins og öskufallsins á Tonga en net- og símasamband hefur verið takmarkað síðan nokkrum klukkustundum áður en eldgosið hófst. Jacinda Ardern segir enn fremur að unnið sé að því að koma á rafmagni á nýjan leik og segir farsímanetið smám saman vera að komast í gagnið aftur.

Höggbylgja frá gosinu mældist á Íslandi

Í kjölfar eldgossins mældist gríðarleg höggbylgja sem varð vart um allan heim og meðal annars hér á Íslandi. Daníel Freyr Jónsson jarðfræðingur birti færslu á Twitter þar sem kom fram að bylgjunnar hefði fyrst orðið vart í Bolungarvík auk þess sem bylgjan mældist á fleiri stöðum hér á landi.

Þá hafa fjölmörg myndbönd birst á samfélagsmiðlum sem sýna mögnuð myndbönd úr gervihnöttum þar sem umfang sprenginga í eldfjallinu sjást.


Tengdar fréttir

Flóð­bylgja skall á Tonga

Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni.

Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju

Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.