Engin skýring hefur verið gefin á því hvers vegna raunverulegar byssukúlur voru á tökustað né hvernig stóð á því að byssan var hlaðin raunverulegum byssukúlum.Getty Images
Lögreglayfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa nú loks fengið síma leikarans Alec Baldwin afhentan. Lögregla sagði í samtali við fjölmiðla fyrr í vikunni að leikarinn væri tregur til að afhenda símann en heimild lögreglu lá fyrir í desember.
Dómstóll í Santa Fe, þar sem atvikið átti sér stað, staðfestir þetta í samtali við fjölmiðla í Bandaríkjunum. Lögregla hyggst skoða textaskilaboð, tölvupósta, gögn af netvafra og aðrar upplýsingar á síma Baldwins.
Forsaga málsins er sú að Baldwin skaut Halynu Hutchins til bana og særði þar að auki leikstjóra kvikmyndarinnar Rust þegar hann skaut úr skammbyssu við tökur á kvikmyndinni. Baldwin hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu.
Lögmaður Baldwin segir að engar upplýsingar sé að finna á símanum, enda hafi leikarinn ekkert gert rangt: „Það eina sem við þurfum að velta fyrir okkur er hvernig alvöru byssukúla komst í byssuna,“ sagði lögmaður Baldwin í yfirlýsingu. Guardian greinir frá.
Lögregluyfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa fengið heimild til að leggja hald á síma Alec Baldwin. Segja þau mögulegt að sönnunargögn er varða atvikið á tökustað kvikmyndarinnar Rust sé að finna á símanum.
„Einhver ber ábyrgð á því sem gerðist, ég veit ekki hver það er en ég veit það er ekki ég.“ Þetta sagði leikarinn Alec Baldwin í fyrsta viðtali sínu eftir að skaut hljóp úr byssu sem hann hélt á við tökur á kvikmyndinni Rust.
„Ég myndi aldrei beina byssu að einhverjum og taka í gikkinn. Aldrei,“ segir Alec Baldwin í samtali við George Stephanopoulus. Um er að ræða fyrsta viðtalið sem leikarinn veitir um atvik á tökustað myndarinnar Rust, þar sem tökustjórinn Halyna Hutchins lést eftir að hafa orðið fyrir skoti úr byssu sem Baldwin hélt á.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.