Enski boltinn

Vill sjá enn meira frá De Bru­yne

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pep á hliðarlínunni í kvöld.
Pep á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/Tim Keeton

„Við áttum sigurinn fyllilega skilið. Hvernig við spiluðum, allt sem við gerðum. Megum ekki gleyma því að við vorum að spila við Evrópumeistarana og að þeir eru með ótrúlega gott lið,“ sagði sigurreifur Pep Guardiola að loknum 1-0 sigri Manchester City á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

„Þeir vörðust vel, þeir buðu eftir skyndisóknum til að refsa okkur en á endanum unnum við leikinn eftir eina skyndisókn.“

„Eina vandamálið var að eftir að við komumst 1-0 yfir þá stigu þeir upp völlinn og enduðu með Mason Mount, Callum Hudson-Odoi, Timo Werner og Romelu Lukaku alla inn á. En liðið var frábært í dag.“

Um Kevin De Bruyne

„Við höfum unnið þá leiki sem við höfum unnið því stöndum saman en nú vil ég ýta við honum (Kevin De Bruyne) og fá hann til að gera enn betur, hann er heimsklassa leikmaður. Hann er auðmjúkur. Hann hefur unnið ensku úrvalsdeildina þrisvar sem og fjölda annarra verðlauna en ég vil meira því ég veit að hann getur það.“

„Hann hefur allt. Hann missti smá sjálfstraust fyrr á leiktíðinni og hefur átt erfitt uppdráttar en hann veit hvað hann getur gert. Móðir hans og faðir hljóta að vera mjög stolt af honum,“ sagði Spánverjinn um hinn magnaða miðjumann frá Belgíu.

„Að vinna tólf leiki í röð er ótrúlegt en við verðum að halda áfram. Ef Liverpool vinnur leikina sem þeir eiga inni þá er munurinn aðeins átta stig. Það er mitt starf að hreinsa hug leikmanna, við erum ánægðir en vitum að það er nægi vinna fyrir höndum,“ sagði Pep að endingu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.