Enski boltinn

Öruggt hjá Manchester-liðunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Leikmenn Manchester United fagna einu fimm marka sinna í dag.
Leikmenn Manchester United fagna einu fimm marka sinna í dag. Twitter/@ManUtdWomen

Báðum leikjum dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu er nú lokið. Manchester United vann 5-0 sigur á Birmingham City á meðan Manchester City van 3-0 sigur á Aston Villa.

María Þórisdóttir var ekki í byrjunarliði Manchester United en kom inn af bekknum síðustu tíu mínútur leiksins, staðan var þá þegar orðin 5-0.

Katie Zelem kom Man Utd yfir áður en Leah Galton bætti við tveimur mörkum og staðan orðin 3-0 þegar aðeins 18 mínútur voru liðnar. Emily Ramsey, markvörður Birmingham, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks og staðan 4-0 er honum lauk.

Alessia Russo skoraði eina mark síðari hálfleiks og Man Utd vann þægilegan 5-0 sigur.

Man City heimsótti Birmingham-borg og mætti þar heimakonum í Aston Villa. Georgia Stanway kom gestunum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik.

Victoria Losada tvöfaldaði forystuna þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik og staðan 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Stanway bætti svo við þriðja markinu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, lokatölur 3-0.

Manchester United er í 3. sæti deildarinnar með 21 stig eftir 11 leiki á meðan Manchester City er í 5. sæti með 19 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.