Fótbolti

Gefur mér miklu meira en fólk heldur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson skoraði gott skallamark í 1-1 jafntefli Íslands og Úganda í gær.
Jón Daði Böðvarsson skoraði gott skallamark í 1-1 jafntefli Íslands og Úganda í gær. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN

„Þetta var rosalega gott fyrir mig, gefur mér miklu meira en fólk heldur,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, markaskorari Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Úganda í gær.

„Að fá þessar mínútur og mark í þokkabót, það gefur mér hellings sjálfstraust og auka orku fyrir næsta skref sem framundan er. Frábær tilfinning að skora mark sérstaklega eftir að vera lengi í burtu. Ég er svakalega glaður,“ sagði framherjinn að leik loknum.

„Fyrst og fremst bara rosalega gott að vera kominn aftur í keppnis umhverfi og spila fótboltaleik. Fá þessar mínútur í tankinn, komast aftur í leikform svo maður sé á góðum stað þegar næsta skref kemur, vonandi með nýju liði í janúar.“

Þakklæti efst í huga

„Að sjálfsögðu (er ég þakklátur landsliðsþjálfara Íslands). Þetta er ekki kjörstaða, er ekki búinn að vera í hóp allt þetta tímabil. Er búinn að æfa virkilega vel og fannst ég komast ágætlega út úr þessum leik. Auðvitað er ég samt þakklátur að fá tækifæri með íslenska landsliðinu, er það alltaf,“ sagði Jón Daði en hann hefur verið í frystikistunni hjá liði sínu Millwall það sem af er tímabili.

„Ákveðið wake up call að vera með eldri mönnum í hópnum.“

„Mér finnst það bara jákvætt og frekar spennandi. Það er ákveðið wake up call að vera með eldri leikmönnum í hópnum, mér finnst það jákvætt. Til þess eru þessi verkefni, til að gefa leikmönnum reynslu. Maður reynir að miðla sinni reynslu og hjálpa þeim eftir bestu getu. Þetta er hlutverk sem maður reynir að eigna sér,“ sagði reynsluboltinn Jón Daði áður en umræðan færðist að stöðu hans hjá Millwall.

„Rétt fyrir síðasta glugga fékk að heyra að ég væri ekki inn í myndinni hjá Millwall, þjálfarinn ætlaði að stóla á aðra framherja í staðinn. Þá er ég ekkert að fá tækifæri, það er þannig í þessum heimi að hann er brútal. Þegar þú ert ekki inn í myndinni þá er ekki komið fram við þig jafn vel og þú vilt.“

„Þetta er ákveðin taktík hjá félögum. Ef þau vilja leikmann í burtu þá vilja þau ekki að þeim leikmanni líði vel, það er staðreynd í fótboltaheiminum. Það er eins og það er. Ég var ekki sáttur en hvað getur maður gert, maður reynir bara að komast í burtu og því fyrr því betra.“

„Þetta er búinn að vera andlegur tími í langan tíma, þess vegna er ég að reyna að komast eitthvað í janúar og endurvekja sjálfan mig. Er að reyna fá sjálfstraustið aftur í gang, það gengur ekki lengur að vera þarna. Ég lýt fram veginn og reyni að koma mér í burtu í janúar,“ sagði Jón Daði að endingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×