Gefur mér miklu meira en fólk heldur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2022 07:00 Jón Daði Böðvarsson skoraði gott skallamark í 1-1 jafntefli Íslands og Úganda í gær. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN „Þetta var rosalega gott fyrir mig, gefur mér miklu meira en fólk heldur,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, markaskorari Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Úganda í gær. „Að fá þessar mínútur og mark í þokkabót, það gefur mér hellings sjálfstraust og auka orku fyrir næsta skref sem framundan er. Frábær tilfinning að skora mark sérstaklega eftir að vera lengi í burtu. Ég er svakalega glaður,“ sagði framherjinn að leik loknum. „Fyrst og fremst bara rosalega gott að vera kominn aftur í keppnis umhverfi og spila fótboltaleik. Fá þessar mínútur í tankinn, komast aftur í leikform svo maður sé á góðum stað þegar næsta skref kemur, vonandi með nýju liði í janúar.“ Þakklæti efst í huga „Að sjálfsögðu (er ég þakklátur landsliðsþjálfara Íslands). Þetta er ekki kjörstaða, er ekki búinn að vera í hóp allt þetta tímabil. Er búinn að æfa virkilega vel og fannst ég komast ágætlega út úr þessum leik. Auðvitað er ég samt þakklátur að fá tækifæri með íslenska landsliðinu, er það alltaf,“ sagði Jón Daði en hann hefur verið í frystikistunni hjá liði sínu Millwall það sem af er tímabili. „Ákveðið wake up call að vera með eldri mönnum í hópnum.“ „Mér finnst það bara jákvætt og frekar spennandi. Það er ákveðið wake up call að vera með eldri leikmönnum í hópnum, mér finnst það jákvætt. Til þess eru þessi verkefni, til að gefa leikmönnum reynslu. Maður reynir að miðla sinni reynslu og hjálpa þeim eftir bestu getu. Þetta er hlutverk sem maður reynir að eigna sér,“ sagði reynsluboltinn Jón Daði áður en umræðan færðist að stöðu hans hjá Millwall. „Rétt fyrir síðasta glugga fékk að heyra að ég væri ekki inn í myndinni hjá Millwall, þjálfarinn ætlaði að stóla á aðra framherja í staðinn. Þá er ég ekkert að fá tækifæri, það er þannig í þessum heimi að hann er brútal. Þegar þú ert ekki inn í myndinni þá er ekki komið fram við þig jafn vel og þú vilt.“ „Þetta er ákveðin taktík hjá félögum. Ef þau vilja leikmann í burtu þá vilja þau ekki að þeim leikmanni líði vel, það er staðreynd í fótboltaheiminum. Það er eins og það er. Ég var ekki sáttur en hvað getur maður gert, maður reynir bara að komast í burtu og því fyrr því betra.“ „Þetta er búinn að vera andlegur tími í langan tíma, þess vegna er ég að reyna að komast eitthvað í janúar og endurvekja sjálfan mig. Er að reyna fá sjálfstraustið aftur í gang, það gengur ekki lengur að vera þarna. Ég lýt fram veginn og reyni að koma mér í burtu í janúar,“ sagði Jón Daði að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:15 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
„Að fá þessar mínútur og mark í þokkabót, það gefur mér hellings sjálfstraust og auka orku fyrir næsta skref sem framundan er. Frábær tilfinning að skora mark sérstaklega eftir að vera lengi í burtu. Ég er svakalega glaður,“ sagði framherjinn að leik loknum. „Fyrst og fremst bara rosalega gott að vera kominn aftur í keppnis umhverfi og spila fótboltaleik. Fá þessar mínútur í tankinn, komast aftur í leikform svo maður sé á góðum stað þegar næsta skref kemur, vonandi með nýju liði í janúar.“ Þakklæti efst í huga „Að sjálfsögðu (er ég þakklátur landsliðsþjálfara Íslands). Þetta er ekki kjörstaða, er ekki búinn að vera í hóp allt þetta tímabil. Er búinn að æfa virkilega vel og fannst ég komast ágætlega út úr þessum leik. Auðvitað er ég samt þakklátur að fá tækifæri með íslenska landsliðinu, er það alltaf,“ sagði Jón Daði en hann hefur verið í frystikistunni hjá liði sínu Millwall það sem af er tímabili. „Ákveðið wake up call að vera með eldri mönnum í hópnum.“ „Mér finnst það bara jákvætt og frekar spennandi. Það er ákveðið wake up call að vera með eldri leikmönnum í hópnum, mér finnst það jákvætt. Til þess eru þessi verkefni, til að gefa leikmönnum reynslu. Maður reynir að miðla sinni reynslu og hjálpa þeim eftir bestu getu. Þetta er hlutverk sem maður reynir að eigna sér,“ sagði reynsluboltinn Jón Daði áður en umræðan færðist að stöðu hans hjá Millwall. „Rétt fyrir síðasta glugga fékk að heyra að ég væri ekki inn í myndinni hjá Millwall, þjálfarinn ætlaði að stóla á aðra framherja í staðinn. Þá er ég ekkert að fá tækifæri, það er þannig í þessum heimi að hann er brútal. Þegar þú ert ekki inn í myndinni þá er ekki komið fram við þig jafn vel og þú vilt.“ „Þetta er ákveðin taktík hjá félögum. Ef þau vilja leikmann í burtu þá vilja þau ekki að þeim leikmanni líði vel, það er staðreynd í fótboltaheiminum. Það er eins og það er. Ég var ekki sáttur en hvað getur maður gert, maður reynir bara að komast í burtu og því fyrr því betra.“ „Þetta er búinn að vera andlegur tími í langan tíma, þess vegna er ég að reyna að komast eitthvað í janúar og endurvekja sjálfan mig. Er að reyna fá sjálfstraustið aftur í gang, það gengur ekki lengur að vera þarna. Ég lýt fram veginn og reyni að koma mér í burtu í janúar,“ sagði Jón Daði að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:15 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01
Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:15