Gefur mér miklu meira en fólk heldur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2022 07:00 Jón Daði Böðvarsson skoraði gott skallamark í 1-1 jafntefli Íslands og Úganda í gær. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN „Þetta var rosalega gott fyrir mig, gefur mér miklu meira en fólk heldur,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, markaskorari Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Úganda í gær. „Að fá þessar mínútur og mark í þokkabót, það gefur mér hellings sjálfstraust og auka orku fyrir næsta skref sem framundan er. Frábær tilfinning að skora mark sérstaklega eftir að vera lengi í burtu. Ég er svakalega glaður,“ sagði framherjinn að leik loknum. „Fyrst og fremst bara rosalega gott að vera kominn aftur í keppnis umhverfi og spila fótboltaleik. Fá þessar mínútur í tankinn, komast aftur í leikform svo maður sé á góðum stað þegar næsta skref kemur, vonandi með nýju liði í janúar.“ Þakklæti efst í huga „Að sjálfsögðu (er ég þakklátur landsliðsþjálfara Íslands). Þetta er ekki kjörstaða, er ekki búinn að vera í hóp allt þetta tímabil. Er búinn að æfa virkilega vel og fannst ég komast ágætlega út úr þessum leik. Auðvitað er ég samt þakklátur að fá tækifæri með íslenska landsliðinu, er það alltaf,“ sagði Jón Daði en hann hefur verið í frystikistunni hjá liði sínu Millwall það sem af er tímabili. „Ákveðið wake up call að vera með eldri mönnum í hópnum.“ „Mér finnst það bara jákvætt og frekar spennandi. Það er ákveðið wake up call að vera með eldri leikmönnum í hópnum, mér finnst það jákvætt. Til þess eru þessi verkefni, til að gefa leikmönnum reynslu. Maður reynir að miðla sinni reynslu og hjálpa þeim eftir bestu getu. Þetta er hlutverk sem maður reynir að eigna sér,“ sagði reynsluboltinn Jón Daði áður en umræðan færðist að stöðu hans hjá Millwall. „Rétt fyrir síðasta glugga fékk að heyra að ég væri ekki inn í myndinni hjá Millwall, þjálfarinn ætlaði að stóla á aðra framherja í staðinn. Þá er ég ekkert að fá tækifæri, það er þannig í þessum heimi að hann er brútal. Þegar þú ert ekki inn í myndinni þá er ekki komið fram við þig jafn vel og þú vilt.“ „Þetta er ákveðin taktík hjá félögum. Ef þau vilja leikmann í burtu þá vilja þau ekki að þeim leikmanni líði vel, það er staðreynd í fótboltaheiminum. Það er eins og það er. Ég var ekki sáttur en hvað getur maður gert, maður reynir bara að komast í burtu og því fyrr því betra.“ „Þetta er búinn að vera andlegur tími í langan tíma, þess vegna er ég að reyna að komast eitthvað í janúar og endurvekja sjálfan mig. Er að reyna fá sjálfstraustið aftur í gang, það gengur ekki lengur að vera þarna. Ég lýt fram veginn og reyni að koma mér í burtu í janúar,“ sagði Jón Daði að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:15 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn tilkynnir hópinn fyrir leikina gegn Norður-Írum Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Sjá meira
„Að fá þessar mínútur og mark í þokkabót, það gefur mér hellings sjálfstraust og auka orku fyrir næsta skref sem framundan er. Frábær tilfinning að skora mark sérstaklega eftir að vera lengi í burtu. Ég er svakalega glaður,“ sagði framherjinn að leik loknum. „Fyrst og fremst bara rosalega gott að vera kominn aftur í keppnis umhverfi og spila fótboltaleik. Fá þessar mínútur í tankinn, komast aftur í leikform svo maður sé á góðum stað þegar næsta skref kemur, vonandi með nýju liði í janúar.“ Þakklæti efst í huga „Að sjálfsögðu (er ég þakklátur landsliðsþjálfara Íslands). Þetta er ekki kjörstaða, er ekki búinn að vera í hóp allt þetta tímabil. Er búinn að æfa virkilega vel og fannst ég komast ágætlega út úr þessum leik. Auðvitað er ég samt þakklátur að fá tækifæri með íslenska landsliðinu, er það alltaf,“ sagði Jón Daði en hann hefur verið í frystikistunni hjá liði sínu Millwall það sem af er tímabili. „Ákveðið wake up call að vera með eldri mönnum í hópnum.“ „Mér finnst það bara jákvætt og frekar spennandi. Það er ákveðið wake up call að vera með eldri leikmönnum í hópnum, mér finnst það jákvætt. Til þess eru þessi verkefni, til að gefa leikmönnum reynslu. Maður reynir að miðla sinni reynslu og hjálpa þeim eftir bestu getu. Þetta er hlutverk sem maður reynir að eigna sér,“ sagði reynsluboltinn Jón Daði áður en umræðan færðist að stöðu hans hjá Millwall. „Rétt fyrir síðasta glugga fékk að heyra að ég væri ekki inn í myndinni hjá Millwall, þjálfarinn ætlaði að stóla á aðra framherja í staðinn. Þá er ég ekkert að fá tækifæri, það er þannig í þessum heimi að hann er brútal. Þegar þú ert ekki inn í myndinni þá er ekki komið fram við þig jafn vel og þú vilt.“ „Þetta er ákveðin taktík hjá félögum. Ef þau vilja leikmann í burtu þá vilja þau ekki að þeim leikmanni líði vel, það er staðreynd í fótboltaheiminum. Það er eins og það er. Ég var ekki sáttur en hvað getur maður gert, maður reynir bara að komast í burtu og því fyrr því betra.“ „Þetta er búinn að vera andlegur tími í langan tíma, þess vegna er ég að reyna að komast eitthvað í janúar og endurvekja sjálfan mig. Er að reyna fá sjálfstraustið aftur í gang, það gengur ekki lengur að vera þarna. Ég lýt fram veginn og reyni að koma mér í burtu í janúar,“ sagði Jón Daði að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:15 Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn tilkynnir hópinn fyrir leikina gegn Norður-Írum Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Sjá meira
Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01
Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:15