Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2022 18:15 Arnór Ingvi Traustason var fyrirliði Íslands í dag. Getty „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. Arnór Ingvi bar fyrirliðaband Íslands í fyrsta skipti er íslenska karlalandsliðið mætti Úganda í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag. Arnór sagðist þokkalega sáttur með leikinn og nýliðana sem spreyttu sig í dag en líkt og vanalega í leikjum Íslands í janúar var fjöldi leikmanna „Strax í seinni hálfleik fannst mér við þokkalega sprækir og jöfnuðum þá. Fórum í návígi og fórum að vinna seinni bolta,“ sagði Arnór Ingvi um frammistöðu Íslands í síðari hálfleik. „Þetta var skemmtilegt, hef aldrei verið fyrirliði áður. Ekkert nema heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins. Ég geri þetta glaður aftur,“ sagði Arnór Ingvi um þann heiður að bera fyrirliðaband Íslands. „Þetta var frekar beinskeytt hjá þeim, mikið um langa bolta á bakvið vörnina. Þeir voru að gera þetta erfitt fyrir okkur, var mjög mikið fram og til baka. Við leyfðum þeim það samt, við settum ekki nægilega pressu á boltamanninn hjá þeim svo það var smá okkur að kenna að stýra leiknum ekki betur. Þeir eru með fínt lið en við hefðum átt að gera betur,“ sagði fyrirliðinn um leik dagsins. „Þetta er tvennt ólíkt. Maður fann aðeins fyrir þessu í verkefninu í nóvember, var þá með eldri mönnum í hópnum. Maður er vanur að vera með menn eins og Kára (Árnason), Ragga (Ragnar Sigurðsson) og Aron Einar (Gunnarsson) að öskra á mann og stýra þessu. Nú er þetta maður sjálfur svo maður þarf að axla ábyrgð og gefa af sér. Er meira en tilbúinn til þessa, maður er að átta sig á því núna, ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það,“ sagði Arnór Ingvi aðspurður hvernig það væri að vera með reynslumestu leikmönnum liðsins. Um nýliðana „Maður finnur að orku stigið í hópnum er mjög gott. Menn eru klárir, allir að að mæta 10-15 mínútum fyrir mat, fundi og hitt og þetta. Menn taka þessu alvarlega og æfingarnar eru góðar. Nú er bara vonandi að einhver geti stimplað sig inn í þessu verkefni. Það eiga allir framtíðina fyrir sér, þurfa bara að taka sénsinn.“ Að lokum var Arnór Ingvi spurður út í herbergisfélaga sinn Ingvar Jónsson en þeir eru báðir uppaldir hjá Njarðvík. „Það er alltaf gott að vera með Gvara, hann er geggjaður og við höfum þekkst lengi,“ sagði Arnór Ingvi að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Arnór Ingvi bar fyrirliðaband Íslands í fyrsta skipti er íslenska karlalandsliðið mætti Úganda í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag. Arnór sagðist þokkalega sáttur með leikinn og nýliðana sem spreyttu sig í dag en líkt og vanalega í leikjum Íslands í janúar var fjöldi leikmanna „Strax í seinni hálfleik fannst mér við þokkalega sprækir og jöfnuðum þá. Fórum í návígi og fórum að vinna seinni bolta,“ sagði Arnór Ingvi um frammistöðu Íslands í síðari hálfleik. „Þetta var skemmtilegt, hef aldrei verið fyrirliði áður. Ekkert nema heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins. Ég geri þetta glaður aftur,“ sagði Arnór Ingvi um þann heiður að bera fyrirliðaband Íslands. „Þetta var frekar beinskeytt hjá þeim, mikið um langa bolta á bakvið vörnina. Þeir voru að gera þetta erfitt fyrir okkur, var mjög mikið fram og til baka. Við leyfðum þeim það samt, við settum ekki nægilega pressu á boltamanninn hjá þeim svo það var smá okkur að kenna að stýra leiknum ekki betur. Þeir eru með fínt lið en við hefðum átt að gera betur,“ sagði fyrirliðinn um leik dagsins. „Þetta er tvennt ólíkt. Maður fann aðeins fyrir þessu í verkefninu í nóvember, var þá með eldri mönnum í hópnum. Maður er vanur að vera með menn eins og Kára (Árnason), Ragga (Ragnar Sigurðsson) og Aron Einar (Gunnarsson) að öskra á mann og stýra þessu. Nú er þetta maður sjálfur svo maður þarf að axla ábyrgð og gefa af sér. Er meira en tilbúinn til þessa, maður er að átta sig á því núna, ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það,“ sagði Arnór Ingvi aðspurður hvernig það væri að vera með reynslumestu leikmönnum liðsins. Um nýliðana „Maður finnur að orku stigið í hópnum er mjög gott. Menn eru klárir, allir að að mæta 10-15 mínútum fyrir mat, fundi og hitt og þetta. Menn taka þessu alvarlega og æfingarnar eru góðar. Nú er bara vonandi að einhver geti stimplað sig inn í þessu verkefni. Það eiga allir framtíðina fyrir sér, þurfa bara að taka sénsinn.“ Að lokum var Arnór Ingvi spurður út í herbergisfélaga sinn Ingvar Jónsson en þeir eru báðir uppaldir hjá Njarðvík. „Það er alltaf gott að vera með Gvara, hann er geggjaður og við höfum þekkst lengi,“ sagði Arnór Ingvi að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01