Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2022 18:15 Arnór Ingvi Traustason var fyrirliði Íslands í dag. Getty „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. Arnór Ingvi bar fyrirliðaband Íslands í fyrsta skipti er íslenska karlalandsliðið mætti Úganda í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag. Arnór sagðist þokkalega sáttur með leikinn og nýliðana sem spreyttu sig í dag en líkt og vanalega í leikjum Íslands í janúar var fjöldi leikmanna „Strax í seinni hálfleik fannst mér við þokkalega sprækir og jöfnuðum þá. Fórum í návígi og fórum að vinna seinni bolta,“ sagði Arnór Ingvi um frammistöðu Íslands í síðari hálfleik. „Þetta var skemmtilegt, hef aldrei verið fyrirliði áður. Ekkert nema heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins. Ég geri þetta glaður aftur,“ sagði Arnór Ingvi um þann heiður að bera fyrirliðaband Íslands. „Þetta var frekar beinskeytt hjá þeim, mikið um langa bolta á bakvið vörnina. Þeir voru að gera þetta erfitt fyrir okkur, var mjög mikið fram og til baka. Við leyfðum þeim það samt, við settum ekki nægilega pressu á boltamanninn hjá þeim svo það var smá okkur að kenna að stýra leiknum ekki betur. Þeir eru með fínt lið en við hefðum átt að gera betur,“ sagði fyrirliðinn um leik dagsins. „Þetta er tvennt ólíkt. Maður fann aðeins fyrir þessu í verkefninu í nóvember, var þá með eldri mönnum í hópnum. Maður er vanur að vera með menn eins og Kára (Árnason), Ragga (Ragnar Sigurðsson) og Aron Einar (Gunnarsson) að öskra á mann og stýra þessu. Nú er þetta maður sjálfur svo maður þarf að axla ábyrgð og gefa af sér. Er meira en tilbúinn til þessa, maður er að átta sig á því núna, ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það,“ sagði Arnór Ingvi aðspurður hvernig það væri að vera með reynslumestu leikmönnum liðsins. Um nýliðana „Maður finnur að orku stigið í hópnum er mjög gott. Menn eru klárir, allir að að mæta 10-15 mínútum fyrir mat, fundi og hitt og þetta. Menn taka þessu alvarlega og æfingarnar eru góðar. Nú er bara vonandi að einhver geti stimplað sig inn í þessu verkefni. Það eiga allir framtíðina fyrir sér, þurfa bara að taka sénsinn.“ Að lokum var Arnór Ingvi spurður út í herbergisfélaga sinn Ingvar Jónsson en þeir eru báðir uppaldir hjá Njarðvík. „Það er alltaf gott að vera með Gvara, hann er geggjaður og við höfum þekkst lengi,“ sagði Arnór Ingvi að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Sjá meira
Arnór Ingvi bar fyrirliðaband Íslands í fyrsta skipti er íslenska karlalandsliðið mætti Úganda í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag. Arnór sagðist þokkalega sáttur með leikinn og nýliðana sem spreyttu sig í dag en líkt og vanalega í leikjum Íslands í janúar var fjöldi leikmanna „Strax í seinni hálfleik fannst mér við þokkalega sprækir og jöfnuðum þá. Fórum í návígi og fórum að vinna seinni bolta,“ sagði Arnór Ingvi um frammistöðu Íslands í síðari hálfleik. „Þetta var skemmtilegt, hef aldrei verið fyrirliði áður. Ekkert nema heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins. Ég geri þetta glaður aftur,“ sagði Arnór Ingvi um þann heiður að bera fyrirliðaband Íslands. „Þetta var frekar beinskeytt hjá þeim, mikið um langa bolta á bakvið vörnina. Þeir voru að gera þetta erfitt fyrir okkur, var mjög mikið fram og til baka. Við leyfðum þeim það samt, við settum ekki nægilega pressu á boltamanninn hjá þeim svo það var smá okkur að kenna að stýra leiknum ekki betur. Þeir eru með fínt lið en við hefðum átt að gera betur,“ sagði fyrirliðinn um leik dagsins. „Þetta er tvennt ólíkt. Maður fann aðeins fyrir þessu í verkefninu í nóvember, var þá með eldri mönnum í hópnum. Maður er vanur að vera með menn eins og Kára (Árnason), Ragga (Ragnar Sigurðsson) og Aron Einar (Gunnarsson) að öskra á mann og stýra þessu. Nú er þetta maður sjálfur svo maður þarf að axla ábyrgð og gefa af sér. Er meira en tilbúinn til þessa, maður er að átta sig á því núna, ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það,“ sagði Arnór Ingvi aðspurður hvernig það væri að vera með reynslumestu leikmönnum liðsins. Um nýliðana „Maður finnur að orku stigið í hópnum er mjög gott. Menn eru klárir, allir að að mæta 10-15 mínútum fyrir mat, fundi og hitt og þetta. Menn taka þessu alvarlega og æfingarnar eru góðar. Nú er bara vonandi að einhver geti stimplað sig inn í þessu verkefni. Það eiga allir framtíðina fyrir sér, þurfa bara að taka sénsinn.“ Að lokum var Arnór Ingvi spurður út í herbergisfélaga sinn Ingvar Jónsson en þeir eru báðir uppaldir hjá Njarðvík. „Það er alltaf gott að vera með Gvara, hann er geggjaður og við höfum þekkst lengi,“ sagði Arnór Ingvi að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Sjá meira
Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti