Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2022 18:15 Arnór Ingvi Traustason var fyrirliði Íslands í dag. Getty „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. Arnór Ingvi bar fyrirliðaband Íslands í fyrsta skipti er íslenska karlalandsliðið mætti Úganda í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag. Arnór sagðist þokkalega sáttur með leikinn og nýliðana sem spreyttu sig í dag en líkt og vanalega í leikjum Íslands í janúar var fjöldi leikmanna „Strax í seinni hálfleik fannst mér við þokkalega sprækir og jöfnuðum þá. Fórum í návígi og fórum að vinna seinni bolta,“ sagði Arnór Ingvi um frammistöðu Íslands í síðari hálfleik. „Þetta var skemmtilegt, hef aldrei verið fyrirliði áður. Ekkert nema heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins. Ég geri þetta glaður aftur,“ sagði Arnór Ingvi um þann heiður að bera fyrirliðaband Íslands. „Þetta var frekar beinskeytt hjá þeim, mikið um langa bolta á bakvið vörnina. Þeir voru að gera þetta erfitt fyrir okkur, var mjög mikið fram og til baka. Við leyfðum þeim það samt, við settum ekki nægilega pressu á boltamanninn hjá þeim svo það var smá okkur að kenna að stýra leiknum ekki betur. Þeir eru með fínt lið en við hefðum átt að gera betur,“ sagði fyrirliðinn um leik dagsins. „Þetta er tvennt ólíkt. Maður fann aðeins fyrir þessu í verkefninu í nóvember, var þá með eldri mönnum í hópnum. Maður er vanur að vera með menn eins og Kára (Árnason), Ragga (Ragnar Sigurðsson) og Aron Einar (Gunnarsson) að öskra á mann og stýra þessu. Nú er þetta maður sjálfur svo maður þarf að axla ábyrgð og gefa af sér. Er meira en tilbúinn til þessa, maður er að átta sig á því núna, ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það,“ sagði Arnór Ingvi aðspurður hvernig það væri að vera með reynslumestu leikmönnum liðsins. Um nýliðana „Maður finnur að orku stigið í hópnum er mjög gott. Menn eru klárir, allir að að mæta 10-15 mínútum fyrir mat, fundi og hitt og þetta. Menn taka þessu alvarlega og æfingarnar eru góðar. Nú er bara vonandi að einhver geti stimplað sig inn í þessu verkefni. Það eiga allir framtíðina fyrir sér, þurfa bara að taka sénsinn.“ Að lokum var Arnór Ingvi spurður út í herbergisfélaga sinn Ingvar Jónsson en þeir eru báðir uppaldir hjá Njarðvík. „Það er alltaf gott að vera með Gvara, hann er geggjaður og við höfum þekkst lengi,“ sagði Arnór Ingvi að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Arnór Ingvi bar fyrirliðaband Íslands í fyrsta skipti er íslenska karlalandsliðið mætti Úganda í vináttulandsleik í Tyrklandi í dag. Arnór sagðist þokkalega sáttur með leikinn og nýliðana sem spreyttu sig í dag en líkt og vanalega í leikjum Íslands í janúar var fjöldi leikmanna „Strax í seinni hálfleik fannst mér við þokkalega sprækir og jöfnuðum þá. Fórum í návígi og fórum að vinna seinni bolta,“ sagði Arnór Ingvi um frammistöðu Íslands í síðari hálfleik. „Þetta var skemmtilegt, hef aldrei verið fyrirliði áður. Ekkert nema heiður að fá að vera fyrirliði landsliðsins. Ég geri þetta glaður aftur,“ sagði Arnór Ingvi um þann heiður að bera fyrirliðaband Íslands. „Þetta var frekar beinskeytt hjá þeim, mikið um langa bolta á bakvið vörnina. Þeir voru að gera þetta erfitt fyrir okkur, var mjög mikið fram og til baka. Við leyfðum þeim það samt, við settum ekki nægilega pressu á boltamanninn hjá þeim svo það var smá okkur að kenna að stýra leiknum ekki betur. Þeir eru með fínt lið en við hefðum átt að gera betur,“ sagði fyrirliðinn um leik dagsins. „Þetta er tvennt ólíkt. Maður fann aðeins fyrir þessu í verkefninu í nóvember, var þá með eldri mönnum í hópnum. Maður er vanur að vera með menn eins og Kára (Árnason), Ragga (Ragnar Sigurðsson) og Aron Einar (Gunnarsson) að öskra á mann og stýra þessu. Nú er þetta maður sjálfur svo maður þarf að axla ábyrgð og gefa af sér. Er meira en tilbúinn til þessa, maður er að átta sig á því núna, ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það,“ sagði Arnór Ingvi aðspurður hvernig það væri að vera með reynslumestu leikmönnum liðsins. Um nýliðana „Maður finnur að orku stigið í hópnum er mjög gott. Menn eru klárir, allir að að mæta 10-15 mínútum fyrir mat, fundi og hitt og þetta. Menn taka þessu alvarlega og æfingarnar eru góðar. Nú er bara vonandi að einhver geti stimplað sig inn í þessu verkefni. Það eiga allir framtíðina fyrir sér, þurfa bara að taka sénsinn.“ Að lokum var Arnór Ingvi spurður út í herbergisfélaga sinn Ingvar Jónsson en þeir eru báðir uppaldir hjá Njarðvík. „Það er alltaf gott að vera með Gvara, hann er geggjaður og við höfum þekkst lengi,“ sagði Arnór Ingvi að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Sjá meira
Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01