Gefur mér miklu meira en fólk heldur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2022 07:00 Jón Daði Böðvarsson skoraði gott skallamark í 1-1 jafntefli Íslands og Úganda í gær. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN „Þetta var rosalega gott fyrir mig, gefur mér miklu meira en fólk heldur,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, markaskorari Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Úganda í gær. „Að fá þessar mínútur og mark í þokkabót, það gefur mér hellings sjálfstraust og auka orku fyrir næsta skref sem framundan er. Frábær tilfinning að skora mark sérstaklega eftir að vera lengi í burtu. Ég er svakalega glaður,“ sagði framherjinn að leik loknum. „Fyrst og fremst bara rosalega gott að vera kominn aftur í keppnis umhverfi og spila fótboltaleik. Fá þessar mínútur í tankinn, komast aftur í leikform svo maður sé á góðum stað þegar næsta skref kemur, vonandi með nýju liði í janúar.“ Þakklæti efst í huga „Að sjálfsögðu (er ég þakklátur landsliðsþjálfara Íslands). Þetta er ekki kjörstaða, er ekki búinn að vera í hóp allt þetta tímabil. Er búinn að æfa virkilega vel og fannst ég komast ágætlega út úr þessum leik. Auðvitað er ég samt þakklátur að fá tækifæri með íslenska landsliðinu, er það alltaf,“ sagði Jón Daði en hann hefur verið í frystikistunni hjá liði sínu Millwall það sem af er tímabili. „Ákveðið wake up call að vera með eldri mönnum í hópnum.“ „Mér finnst það bara jákvætt og frekar spennandi. Það er ákveðið wake up call að vera með eldri leikmönnum í hópnum, mér finnst það jákvætt. Til þess eru þessi verkefni, til að gefa leikmönnum reynslu. Maður reynir að miðla sinni reynslu og hjálpa þeim eftir bestu getu. Þetta er hlutverk sem maður reynir að eigna sér,“ sagði reynsluboltinn Jón Daði áður en umræðan færðist að stöðu hans hjá Millwall. „Rétt fyrir síðasta glugga fékk að heyra að ég væri ekki inn í myndinni hjá Millwall, þjálfarinn ætlaði að stóla á aðra framherja í staðinn. Þá er ég ekkert að fá tækifæri, það er þannig í þessum heimi að hann er brútal. Þegar þú ert ekki inn í myndinni þá er ekki komið fram við þig jafn vel og þú vilt.“ „Þetta er ákveðin taktík hjá félögum. Ef þau vilja leikmann í burtu þá vilja þau ekki að þeim leikmanni líði vel, það er staðreynd í fótboltaheiminum. Það er eins og það er. Ég var ekki sáttur en hvað getur maður gert, maður reynir bara að komast í burtu og því fyrr því betra.“ „Þetta er búinn að vera andlegur tími í langan tíma, þess vegna er ég að reyna að komast eitthvað í janúar og endurvekja sjálfan mig. Er að reyna fá sjálfstraustið aftur í gang, það gengur ekki lengur að vera þarna. Ég lýt fram veginn og reyni að koma mér í burtu í janúar,“ sagði Jón Daði að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:15 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
„Að fá þessar mínútur og mark í þokkabót, það gefur mér hellings sjálfstraust og auka orku fyrir næsta skref sem framundan er. Frábær tilfinning að skora mark sérstaklega eftir að vera lengi í burtu. Ég er svakalega glaður,“ sagði framherjinn að leik loknum. „Fyrst og fremst bara rosalega gott að vera kominn aftur í keppnis umhverfi og spila fótboltaleik. Fá þessar mínútur í tankinn, komast aftur í leikform svo maður sé á góðum stað þegar næsta skref kemur, vonandi með nýju liði í janúar.“ Þakklæti efst í huga „Að sjálfsögðu (er ég þakklátur landsliðsþjálfara Íslands). Þetta er ekki kjörstaða, er ekki búinn að vera í hóp allt þetta tímabil. Er búinn að æfa virkilega vel og fannst ég komast ágætlega út úr þessum leik. Auðvitað er ég samt þakklátur að fá tækifæri með íslenska landsliðinu, er það alltaf,“ sagði Jón Daði en hann hefur verið í frystikistunni hjá liði sínu Millwall það sem af er tímabili. „Ákveðið wake up call að vera með eldri mönnum í hópnum.“ „Mér finnst það bara jákvætt og frekar spennandi. Það er ákveðið wake up call að vera með eldri leikmönnum í hópnum, mér finnst það jákvætt. Til þess eru þessi verkefni, til að gefa leikmönnum reynslu. Maður reynir að miðla sinni reynslu og hjálpa þeim eftir bestu getu. Þetta er hlutverk sem maður reynir að eigna sér,“ sagði reynsluboltinn Jón Daði áður en umræðan færðist að stöðu hans hjá Millwall. „Rétt fyrir síðasta glugga fékk að heyra að ég væri ekki inn í myndinni hjá Millwall, þjálfarinn ætlaði að stóla á aðra framherja í staðinn. Þá er ég ekkert að fá tækifæri, það er þannig í þessum heimi að hann er brútal. Þegar þú ert ekki inn í myndinni þá er ekki komið fram við þig jafn vel og þú vilt.“ „Þetta er ákveðin taktík hjá félögum. Ef þau vilja leikmann í burtu þá vilja þau ekki að þeim leikmanni líði vel, það er staðreynd í fótboltaheiminum. Það er eins og það er. Ég var ekki sáttur en hvað getur maður gert, maður reynir bara að komast í burtu og því fyrr því betra.“ „Þetta er búinn að vera andlegur tími í langan tíma, þess vegna er ég að reyna að komast eitthvað í janúar og endurvekja sjálfan mig. Er að reyna fá sjálfstraustið aftur í gang, það gengur ekki lengur að vera þarna. Ég lýt fram veginn og reyni að koma mér í burtu í janúar,“ sagði Jón Daði að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:15 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Sjá meira
Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01
Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:15