Gefur mér miklu meira en fólk heldur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. janúar 2022 07:00 Jón Daði Böðvarsson skoraði gott skallamark í 1-1 jafntefli Íslands og Úganda í gær. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN „Þetta var rosalega gott fyrir mig, gefur mér miklu meira en fólk heldur,“ sagði Jón Daði Böðvarsson, markaskorari Íslands í 1-1 jafnteflinu gegn Úganda í gær. „Að fá þessar mínútur og mark í þokkabót, það gefur mér hellings sjálfstraust og auka orku fyrir næsta skref sem framundan er. Frábær tilfinning að skora mark sérstaklega eftir að vera lengi í burtu. Ég er svakalega glaður,“ sagði framherjinn að leik loknum. „Fyrst og fremst bara rosalega gott að vera kominn aftur í keppnis umhverfi og spila fótboltaleik. Fá þessar mínútur í tankinn, komast aftur í leikform svo maður sé á góðum stað þegar næsta skref kemur, vonandi með nýju liði í janúar.“ Þakklæti efst í huga „Að sjálfsögðu (er ég þakklátur landsliðsþjálfara Íslands). Þetta er ekki kjörstaða, er ekki búinn að vera í hóp allt þetta tímabil. Er búinn að æfa virkilega vel og fannst ég komast ágætlega út úr þessum leik. Auðvitað er ég samt þakklátur að fá tækifæri með íslenska landsliðinu, er það alltaf,“ sagði Jón Daði en hann hefur verið í frystikistunni hjá liði sínu Millwall það sem af er tímabili. „Ákveðið wake up call að vera með eldri mönnum í hópnum.“ „Mér finnst það bara jákvætt og frekar spennandi. Það er ákveðið wake up call að vera með eldri leikmönnum í hópnum, mér finnst það jákvætt. Til þess eru þessi verkefni, til að gefa leikmönnum reynslu. Maður reynir að miðla sinni reynslu og hjálpa þeim eftir bestu getu. Þetta er hlutverk sem maður reynir að eigna sér,“ sagði reynsluboltinn Jón Daði áður en umræðan færðist að stöðu hans hjá Millwall. „Rétt fyrir síðasta glugga fékk að heyra að ég væri ekki inn í myndinni hjá Millwall, þjálfarinn ætlaði að stóla á aðra framherja í staðinn. Þá er ég ekkert að fá tækifæri, það er þannig í þessum heimi að hann er brútal. Þegar þú ert ekki inn í myndinni þá er ekki komið fram við þig jafn vel og þú vilt.“ „Þetta er ákveðin taktík hjá félögum. Ef þau vilja leikmann í burtu þá vilja þau ekki að þeim leikmanni líði vel, það er staðreynd í fótboltaheiminum. Það er eins og það er. Ég var ekki sáttur en hvað getur maður gert, maður reynir bara að komast í burtu og því fyrr því betra.“ „Þetta er búinn að vera andlegur tími í langan tíma, þess vegna er ég að reyna að komast eitthvað í janúar og endurvekja sjálfan mig. Er að reyna fá sjálfstraustið aftur í gang, það gengur ekki lengur að vera þarna. Ég lýt fram veginn og reyni að koma mér í burtu í janúar,“ sagði Jón Daði að endingu. Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:15 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
„Að fá þessar mínútur og mark í þokkabót, það gefur mér hellings sjálfstraust og auka orku fyrir næsta skref sem framundan er. Frábær tilfinning að skora mark sérstaklega eftir að vera lengi í burtu. Ég er svakalega glaður,“ sagði framherjinn að leik loknum. „Fyrst og fremst bara rosalega gott að vera kominn aftur í keppnis umhverfi og spila fótboltaleik. Fá þessar mínútur í tankinn, komast aftur í leikform svo maður sé á góðum stað þegar næsta skref kemur, vonandi með nýju liði í janúar.“ Þakklæti efst í huga „Að sjálfsögðu (er ég þakklátur landsliðsþjálfara Íslands). Þetta er ekki kjörstaða, er ekki búinn að vera í hóp allt þetta tímabil. Er búinn að æfa virkilega vel og fannst ég komast ágætlega út úr þessum leik. Auðvitað er ég samt þakklátur að fá tækifæri með íslenska landsliðinu, er það alltaf,“ sagði Jón Daði en hann hefur verið í frystikistunni hjá liði sínu Millwall það sem af er tímabili. „Ákveðið wake up call að vera með eldri mönnum í hópnum.“ „Mér finnst það bara jákvætt og frekar spennandi. Það er ákveðið wake up call að vera með eldri leikmönnum í hópnum, mér finnst það jákvætt. Til þess eru þessi verkefni, til að gefa leikmönnum reynslu. Maður reynir að miðla sinni reynslu og hjálpa þeim eftir bestu getu. Þetta er hlutverk sem maður reynir að eigna sér,“ sagði reynsluboltinn Jón Daði áður en umræðan færðist að stöðu hans hjá Millwall. „Rétt fyrir síðasta glugga fékk að heyra að ég væri ekki inn í myndinni hjá Millwall, þjálfarinn ætlaði að stóla á aðra framherja í staðinn. Þá er ég ekkert að fá tækifæri, það er þannig í þessum heimi að hann er brútal. Þegar þú ert ekki inn í myndinni þá er ekki komið fram við þig jafn vel og þú vilt.“ „Þetta er ákveðin taktík hjá félögum. Ef þau vilja leikmann í burtu þá vilja þau ekki að þeim leikmanni líði vel, það er staðreynd í fótboltaheiminum. Það er eins og það er. Ég var ekki sáttur en hvað getur maður gert, maður reynir bara að komast í burtu og því fyrr því betra.“ „Þetta er búinn að vera andlegur tími í langan tíma, þess vegna er ég að reyna að komast eitthvað í janúar og endurvekja sjálfan mig. Er að reyna fá sjálfstraustið aftur í gang, það gengur ekki lengur að vera þarna. Ég lýt fram veginn og reyni að koma mér í burtu í janúar,“ sagði Jón Daði að endingu.
Fótbolti Tengdar fréttir Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01 Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:15 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
Sáttastur við að hafa fengið jákvæð svör frá leikmönnum „Leikurinn spilaðist eins og við bjuggumst við, mjög lokaður og ekki mikið af færum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 1-1 jafntefli við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:01
Fyrirliði Íslands: Ef ég get gefið af mér er ég meira en viljugur til að gera það „Hann var frekar kaflaskiptur. Við byrjuðum sterkt, náðum þessu marki en örum svo á hælana og gerum ekki það sem við ætluðum okkur að gera og lögðum upp með,“ sagði fyrirliði Íslands, Arnór Ingvi Traustason, eftir 1-1 jafnteflið liðsins við Úganda fyrr í dag. 12. janúar 2022 18:15