Leyfir sér að vona að hið dramatíska „finale“ sé handan við hornið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2022 07:00 Helgi Jóhannsson hefur verið svæfingalæknir á St. Mary's háskólasjúkrahúsinu í Lundúnum síðan 2007. Hann hefur reglulega verið kallaður til starfa á gjörgæslu vegna kórónuveirufaraldursins. úr einkasafni Íslenskur læknir sem starfar á sjúkrahúsi í Lundúnum segir stöðuna ágæta á spítalanum, þrátt fyrir uppgang ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og tiltölulega vægar samkomutakmarkanir. Hann bindur vonir við að dramtískur endapunktur faraldursins sé í nánd. Ómíkron er fyrir löngu orðið ráðandi á Bretlandseyjum eins og víða annars staðar - og smittölur í hæstu hæðum síðustu daga. Í fyrradag var greint frá því að síðan faraldurinn hófst hefðu yfir 150 þúsund nú látist af Covid-19 í Bretlandi innan 28 daga frá jákvæðri niðurstöðu. Erfitt að horfa á fólk deyja Helgi Jóhannsson, íslenskur svæfingalæknir sem starfað hefur á St. Mary's háskólasjúkrahúsinu í Lundúnum síðan árið 2007, segir baráttuna hafa verið langerfiðasta í blábyrjun faraldurs. Sem betur fer hafi engir samstarfsmenn hans látist. „En það voru margir mjög veikir og margir inni á spítala. En svo var rosalega erfitt að sjá fólk á mínum aldri og yngra en ég sem fékk sýkinguna og bara dó fyrir framan okkur.“ Helgi telur íslensk stjórnvöld hafa haldið talsvert betur á spöðunum en þau bresku í baráttunni við faraldurinn. Gripið hafi verið of seint til aðgerða í fyrri bylgjum - en nú séu mjög vægar aðgerðir í gangi í Englandi, sem hann voni að dugi. „En fólk hefur misst traustið á yfirvöldum, þannig að ef við hefðum lokað eitthvað í desember eða núna í janúar held ég að þjóðin hefði ekki tekið mark á því,“ segir Helgi. Leyfir sér að vera svolítið hugrakkur Sjálfur fékk Helgi veiruna strax í mars 2020, með fyrstu mönnum semsagt. Hann er nú þríbólusettur, nokkuð sem hann hvetur alla til að gera, en fékk þó ómíkron nú rétt fyrir jól - og fimmtugsafmælisferð til Mexíkó varð þar með að engu. Hann segir að enn sé vissulega álag á spítalanum en staðan nú sé allt önnur en áður. Fólk verði hreinlega ekki jafnveikt. „Það er voðalega mikið af starfsfólki í sýkingu eins og er, þannig að það er eiginlega versta vandamálið okkar,“ segir Helgi. „Ég ætla að vera svolítið hugrakkur núna. Ég er eiginlega svolítið bjartsýnn að þetta sé svolítið dramtískt „finale“ hjá okkur, og flugeldarnir og allt saman. Og hlutirnir verða erfiðir nú í janúar en svo held ég að þeir batni núna í febrúar og mars.“ Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Ómíkron er fyrir löngu orðið ráðandi á Bretlandseyjum eins og víða annars staðar - og smittölur í hæstu hæðum síðustu daga. Í fyrradag var greint frá því að síðan faraldurinn hófst hefðu yfir 150 þúsund nú látist af Covid-19 í Bretlandi innan 28 daga frá jákvæðri niðurstöðu. Erfitt að horfa á fólk deyja Helgi Jóhannsson, íslenskur svæfingalæknir sem starfað hefur á St. Mary's háskólasjúkrahúsinu í Lundúnum síðan árið 2007, segir baráttuna hafa verið langerfiðasta í blábyrjun faraldurs. Sem betur fer hafi engir samstarfsmenn hans látist. „En það voru margir mjög veikir og margir inni á spítala. En svo var rosalega erfitt að sjá fólk á mínum aldri og yngra en ég sem fékk sýkinguna og bara dó fyrir framan okkur.“ Helgi telur íslensk stjórnvöld hafa haldið talsvert betur á spöðunum en þau bresku í baráttunni við faraldurinn. Gripið hafi verið of seint til aðgerða í fyrri bylgjum - en nú séu mjög vægar aðgerðir í gangi í Englandi, sem hann voni að dugi. „En fólk hefur misst traustið á yfirvöldum, þannig að ef við hefðum lokað eitthvað í desember eða núna í janúar held ég að þjóðin hefði ekki tekið mark á því,“ segir Helgi. Leyfir sér að vera svolítið hugrakkur Sjálfur fékk Helgi veiruna strax í mars 2020, með fyrstu mönnum semsagt. Hann er nú þríbólusettur, nokkuð sem hann hvetur alla til að gera, en fékk þó ómíkron nú rétt fyrir jól - og fimmtugsafmælisferð til Mexíkó varð þar með að engu. Hann segir að enn sé vissulega álag á spítalanum en staðan nú sé allt önnur en áður. Fólk verði hreinlega ekki jafnveikt. „Það er voðalega mikið af starfsfólki í sýkingu eins og er, þannig að það er eiginlega versta vandamálið okkar,“ segir Helgi. „Ég ætla að vera svolítið hugrakkur núna. Ég er eiginlega svolítið bjartsýnn að þetta sé svolítið dramtískt „finale“ hjá okkur, og flugeldarnir og allt saman. Og hlutirnir verða erfiðir nú í janúar en svo held ég að þeir batni núna í febrúar og mars.“
Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira