Leyfir sér að vona að hið dramatíska „finale“ sé handan við hornið Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2022 07:00 Helgi Jóhannsson hefur verið svæfingalæknir á St. Mary's háskólasjúkrahúsinu í Lundúnum síðan 2007. Hann hefur reglulega verið kallaður til starfa á gjörgæslu vegna kórónuveirufaraldursins. úr einkasafni Íslenskur læknir sem starfar á sjúkrahúsi í Lundúnum segir stöðuna ágæta á spítalanum, þrátt fyrir uppgang ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar og tiltölulega vægar samkomutakmarkanir. Hann bindur vonir við að dramtískur endapunktur faraldursins sé í nánd. Ómíkron er fyrir löngu orðið ráðandi á Bretlandseyjum eins og víða annars staðar - og smittölur í hæstu hæðum síðustu daga. Í fyrradag var greint frá því að síðan faraldurinn hófst hefðu yfir 150 þúsund nú látist af Covid-19 í Bretlandi innan 28 daga frá jákvæðri niðurstöðu. Erfitt að horfa á fólk deyja Helgi Jóhannsson, íslenskur svæfingalæknir sem starfað hefur á St. Mary's háskólasjúkrahúsinu í Lundúnum síðan árið 2007, segir baráttuna hafa verið langerfiðasta í blábyrjun faraldurs. Sem betur fer hafi engir samstarfsmenn hans látist. „En það voru margir mjög veikir og margir inni á spítala. En svo var rosalega erfitt að sjá fólk á mínum aldri og yngra en ég sem fékk sýkinguna og bara dó fyrir framan okkur.“ Helgi telur íslensk stjórnvöld hafa haldið talsvert betur á spöðunum en þau bresku í baráttunni við faraldurinn. Gripið hafi verið of seint til aðgerða í fyrri bylgjum - en nú séu mjög vægar aðgerðir í gangi í Englandi, sem hann voni að dugi. „En fólk hefur misst traustið á yfirvöldum, þannig að ef við hefðum lokað eitthvað í desember eða núna í janúar held ég að þjóðin hefði ekki tekið mark á því,“ segir Helgi. Leyfir sér að vera svolítið hugrakkur Sjálfur fékk Helgi veiruna strax í mars 2020, með fyrstu mönnum semsagt. Hann er nú þríbólusettur, nokkuð sem hann hvetur alla til að gera, en fékk þó ómíkron nú rétt fyrir jól - og fimmtugsafmælisferð til Mexíkó varð þar með að engu. Hann segir að enn sé vissulega álag á spítalanum en staðan nú sé allt önnur en áður. Fólk verði hreinlega ekki jafnveikt. „Það er voðalega mikið af starfsfólki í sýkingu eins og er, þannig að það er eiginlega versta vandamálið okkar,“ segir Helgi. „Ég ætla að vera svolítið hugrakkur núna. Ég er eiginlega svolítið bjartsýnn að þetta sé svolítið dramtískt „finale“ hjá okkur, og flugeldarnir og allt saman. Og hlutirnir verða erfiðir nú í janúar en svo held ég að þeir batni núna í febrúar og mars.“ Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Ómíkron er fyrir löngu orðið ráðandi á Bretlandseyjum eins og víða annars staðar - og smittölur í hæstu hæðum síðustu daga. Í fyrradag var greint frá því að síðan faraldurinn hófst hefðu yfir 150 þúsund nú látist af Covid-19 í Bretlandi innan 28 daga frá jákvæðri niðurstöðu. Erfitt að horfa á fólk deyja Helgi Jóhannsson, íslenskur svæfingalæknir sem starfað hefur á St. Mary's háskólasjúkrahúsinu í Lundúnum síðan árið 2007, segir baráttuna hafa verið langerfiðasta í blábyrjun faraldurs. Sem betur fer hafi engir samstarfsmenn hans látist. „En það voru margir mjög veikir og margir inni á spítala. En svo var rosalega erfitt að sjá fólk á mínum aldri og yngra en ég sem fékk sýkinguna og bara dó fyrir framan okkur.“ Helgi telur íslensk stjórnvöld hafa haldið talsvert betur á spöðunum en þau bresku í baráttunni við faraldurinn. Gripið hafi verið of seint til aðgerða í fyrri bylgjum - en nú séu mjög vægar aðgerðir í gangi í Englandi, sem hann voni að dugi. „En fólk hefur misst traustið á yfirvöldum, þannig að ef við hefðum lokað eitthvað í desember eða núna í janúar held ég að þjóðin hefði ekki tekið mark á því,“ segir Helgi. Leyfir sér að vera svolítið hugrakkur Sjálfur fékk Helgi veiruna strax í mars 2020, með fyrstu mönnum semsagt. Hann er nú þríbólusettur, nokkuð sem hann hvetur alla til að gera, en fékk þó ómíkron nú rétt fyrir jól - og fimmtugsafmælisferð til Mexíkó varð þar með að engu. Hann segir að enn sé vissulega álag á spítalanum en staðan nú sé allt önnur en áður. Fólk verði hreinlega ekki jafnveikt. „Það er voðalega mikið af starfsfólki í sýkingu eins og er, þannig að það er eiginlega versta vandamálið okkar,“ segir Helgi. „Ég ætla að vera svolítið hugrakkur núna. Ég er eiginlega svolítið bjartsýnn að þetta sé svolítið dramtískt „finale“ hjá okkur, og flugeldarnir og allt saman. Og hlutirnir verða erfiðir nú í janúar en svo held ég að þeir batni núna í febrúar og mars.“
Íslendingar erlendis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira