Enski boltinn

Fyrrverandi eigandi Newcastle undirbýr tilboð í Derby

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mike Ashley (t.v.) undirbýr nú 50 milljón punda tilboð í Derby County.
Mike Ashley (t.v.) undirbýr nú 50 milljón punda tilboð í Derby County. Michael Regan/Getty Images

Mike Ashley, fyrrverandi eigandi enska knattspyrnuliðsins Newcastle, undirbýr nú 50 milljón punda tilboð í B-deildarliðið Derby County.

Derby fór í greiðslustöðvun fyrr í vetur, en Ashely hefur verið í viðræðum við þá sem fara með mál þeirra, Quantuma, seinustu tvo sólahringa. Tilboðið yrði það hæsta sem hefur borist í félagið hingað til.

Quantuma greindi frá því á aðfangadag að álitlegt tilboð væri yfirvofandi, og samkvæmt heimildum Sky Sports gæti tilkynning þess efnis borist á næsti tveimur dögum.

Gangi kaup Ashley á Derby eftir mun hann einnig reyna að kaupa heimavöll félagsins, Pride Park, af fyrrverandi eiganda liðsins, Mel Morris.

Ashley er forstjóri íþróttaverslunarkeðjunnar Sports Direct, en fyrirtækið rekur stóra dreifistöð í iðnaðarhúsnæði steinsnar frá leikvangnum.

Ashley seldi Newcastle til sádi-arabíska fjárfestingasjóðsins PIF í október og hefur því ekki getað haldið sig lengi frá eignarhaldi í fótboltaliði. Asley var eigandi Newcastle í 14 ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.