Húðflúrlistamenn uggandi vegna banns gegn algengum efnum í húðflúrbleki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2022 08:10 Húðflúrlistamenn segja engar óyggjandi sannanir fyrir hendi um tengsl húðflúra og krabbameins. Evrópskir húðflúrlistamenn eru uggandi vegna nýs banns Evrópusambandsins við þúsundum efna sem finna má í lituðu bleki sem notað er við húðflúrun. Bannið tók gildi í gær og nær til efna sem Evrópusambandið segir geta valdið krabbameinum og öðrum heilsufarsvandamálum. Sambandið segir bannið munu draga úr tilfellum þar sem húðflúrun veldur ofnæmisviðbrögðum. Húðflúrlistamenn segja hins vegar að erfitt verði að finna blek nú þegar bannið hefur tekið gildi og þá sé hætt við því að það blek sem kemur í staðinn verði litadaufara en það sem hefur verið notað hingað til. Bannið komi ofan á þá erfiðleika sem húðflúrarar hafa mætt í kórónuveirufaraldrinum, þar sem sóttvarnaaðgerðir hafa sett rekstrinum töluverðar skorður. Bannið virðist munu hafa mest áhrif á notkun litaðs bleks og húðflúrarar segja hætt við að ekki verði hægt að ná fram jafn sterkum litum og áður. Evrópusambandið áætlar að um 12 prósent íbúa Evrópu séu með húðflúr. Fjöldi húðflúraðra er talinn vera einn af hverjum fimm í Þýskalandi og þá áætla yfirvöld í Belgíu að landsmenn fái sér samtals um hálfa milljón nýrra húðflúra á ári hverju. Umrætt bann var samþykkt árið 2020 og nær til um fjögur þúsund efna, þeirra á meðal ísóprópanól alkóhól, sem er algengt efni í húðflúrbleki. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja hins vegar mögulegt að nota önnur efni í staðinn. Efnastofnun Evrópusambandsins segir efnin gera blekið hættulegt, þar sem þau geti valdið ofnæmi, krabbameini og jafnvel genabreytingum. Þýski húðsjúkdómasérfræðingurinn Wolfgang Baumler sagði í samtali við Die Zeit að hann og kollegar hans hefðu gert könnun meðal 3.400 einstaklinga árið 2010 og að tveir þriðju hefðu sýnt einhvers konar ofnæmisviðbrögð eftir húðflúrun og að sex prósent hefðu enn fundið fyrir þeim nokkrum vikum síðar. Húðflúrlistamenn segja hins vegar ekkert liggja fyrir sem sannar að húðflúr séu krabbameinsvaldandi og þeir óttist að bannið verði til þess að fleiri húðflúr verði gerð utan laga og reglna. Frekari takmarkanir taka gildi eftir ár, sem munu takmarka mjög notkun blás og græns. BBC greindi frá. Húðflúr Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Bannið tók gildi í gær og nær til efna sem Evrópusambandið segir geta valdið krabbameinum og öðrum heilsufarsvandamálum. Sambandið segir bannið munu draga úr tilfellum þar sem húðflúrun veldur ofnæmisviðbrögðum. Húðflúrlistamenn segja hins vegar að erfitt verði að finna blek nú þegar bannið hefur tekið gildi og þá sé hætt við því að það blek sem kemur í staðinn verði litadaufara en það sem hefur verið notað hingað til. Bannið komi ofan á þá erfiðleika sem húðflúrarar hafa mætt í kórónuveirufaraldrinum, þar sem sóttvarnaaðgerðir hafa sett rekstrinum töluverðar skorður. Bannið virðist munu hafa mest áhrif á notkun litaðs bleks og húðflúrarar segja hætt við að ekki verði hægt að ná fram jafn sterkum litum og áður. Evrópusambandið áætlar að um 12 prósent íbúa Evrópu séu með húðflúr. Fjöldi húðflúraðra er talinn vera einn af hverjum fimm í Þýskalandi og þá áætla yfirvöld í Belgíu að landsmenn fái sér samtals um hálfa milljón nýrra húðflúra á ári hverju. Umrætt bann var samþykkt árið 2020 og nær til um fjögur þúsund efna, þeirra á meðal ísóprópanól alkóhól, sem er algengt efni í húðflúrbleki. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja hins vegar mögulegt að nota önnur efni í staðinn. Efnastofnun Evrópusambandsins segir efnin gera blekið hættulegt, þar sem þau geti valdið ofnæmi, krabbameini og jafnvel genabreytingum. Þýski húðsjúkdómasérfræðingurinn Wolfgang Baumler sagði í samtali við Die Zeit að hann og kollegar hans hefðu gert könnun meðal 3.400 einstaklinga árið 2010 og að tveir þriðju hefðu sýnt einhvers konar ofnæmisviðbrögð eftir húðflúrun og að sex prósent hefðu enn fundið fyrir þeim nokkrum vikum síðar. Húðflúrlistamenn segja hins vegar ekkert liggja fyrir sem sannar að húðflúr séu krabbameinsvaldandi og þeir óttist að bannið verði til þess að fleiri húðflúr verði gerð utan laga og reglna. Frekari takmarkanir taka gildi eftir ár, sem munu takmarka mjög notkun blás og græns. BBC greindi frá.
Húðflúr Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“