Paul Ince hefur áhyggjur: Segir leikmenn Man. United vera út um allt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2022 09:31 Cristiano Ronaldo var með fyrirliðabandið í tapleiknum á móti Úlfunum á Old Trafford í gærkvöldi. AP/Dave Thompson Fyrrum lykilmaður á miðju Manchester United hefur áhyggjur af sínu gamla félagi eftir að hafa horft upp á liðið tapa 1-0 fyrir Úlfunum í gær. Ralf Rangnick er sestur í stjórastólinn hjá Manchester United og var fljótur að breyta yfir í sinn leikstíl. Byrjunin hefur ekki verið upp á marga fiska og sérstaklega ekki í samanburði við byrjun Antonio Conte með Tottenham liðið sem hefur gerbreyst á örskömmum tíma eftir að Ítalinn tók við. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Leikurinn í gær var sjötti leikur Manchester United undir stjórn hins þýska Ralf Rangnick en í fyrsta sinn sem liðið tapar undir hans stjórn. Fram að því hafði United unnið þrjá leiki og gert tvö jafntefli. Fyrir aðeins nokkrum dögum vann liðið 3-1 heimasigur á Burnley en að þessu sinni var liðið bæði markalaust og stigalaust á móti liði sem var neðar í töflunni. Paul Ince var í settinu hjá Sky Sports ásamt Jamie Redknapp og þeir fóru yfir frammistöðu Manchester United á heimavelli sínum í gær. „Það er virkileg ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála. Sjáið bara hvað Conte hefur gert á stuttum tíma hjá Tottenham í bara sjö eða átta leikjum,“ sagði Paul Ince. „Rangnick er búinn að fá fimm leiki núna en ég sé ekki hvað þeir eiga að vera að gera. Þeir eru út um allt,“ sagði Ince. „Þeir hafa enga trú á þessu og treysta ekki hverjum öðrum. Þeir eru fyrst og fremst að spila sem einstaklingar. Þegar Bruno Fernandes kom inn á völlinn þá litum við betur út en við erum bara að vona að þetta lagist,“ sagði Ince. Það má sjá umræðu þeirra Jamie Redknapp og Paul Ince hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira
Ralf Rangnick er sestur í stjórastólinn hjá Manchester United og var fljótur að breyta yfir í sinn leikstíl. Byrjunin hefur ekki verið upp á marga fiska og sérstaklega ekki í samanburði við byrjun Antonio Conte með Tottenham liðið sem hefur gerbreyst á örskömmum tíma eftir að Ítalinn tók við. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Leikurinn í gær var sjötti leikur Manchester United undir stjórn hins þýska Ralf Rangnick en í fyrsta sinn sem liðið tapar undir hans stjórn. Fram að því hafði United unnið þrjá leiki og gert tvö jafntefli. Fyrir aðeins nokkrum dögum vann liðið 3-1 heimasigur á Burnley en að þessu sinni var liðið bæði markalaust og stigalaust á móti liði sem var neðar í töflunni. Paul Ince var í settinu hjá Sky Sports ásamt Jamie Redknapp og þeir fóru yfir frammistöðu Manchester United á heimavelli sínum í gær. „Það er virkileg ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála. Sjáið bara hvað Conte hefur gert á stuttum tíma hjá Tottenham í bara sjö eða átta leikjum,“ sagði Paul Ince. „Rangnick er búinn að fá fimm leiki núna en ég sé ekki hvað þeir eiga að vera að gera. Þeir eru út um allt,“ sagði Ince. „Þeir hafa enga trú á þessu og treysta ekki hverjum öðrum. Þeir eru fyrst og fremst að spila sem einstaklingar. Þegar Bruno Fernandes kom inn á völlinn þá litum við betur út en við erum bara að vona að þetta lagist,“ sagði Ince. Það má sjá umræðu þeirra Jamie Redknapp og Paul Ince hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira