Trump og tveimur börnum hans stefnt Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2022 08:52 Ivanka Trump og Donald Trump yngri hefur verið stefnt til viðbótar við Trump sjálfan. Eftir að hann varð forseti komu börn hans að rekstri fyrirtækis Trumps í New York. AP/Evan Vucci Ríkissaksóknari New York hefur stefnt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og tveimur börnum hans Ivönku Trump og Donald Trump yngri. Saksóknarinn krefst þess að þau beri vitni í rannsókn á Trump Organization, fyrirtæki Trumps. Rannsókn Letitia James, ríkissaksóknara, er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Hún vill einnig koma höndum yfir skjöl frá fyrirtækinu vegna rannsóknarinnar sem snýr meðal annars að því hvernig Trump verðmat eignir sínar. Rætt var við Eric Trump vegna rannsóknarinnar í október 2020. Báðar rannsóknirnar á Trump og fyrirtæki hans beinast að því hvernig Trump hefur verðmetið eignir sínar í gegnum árin. Þær snúa að því hvort að Trump hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Sjá einnig: Nýr ákærudómstóll skoðar sönnunargögn í máli Trump Stefnurnar gegn þremenningunum voru opinberaðar í gær, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en lögmenn Trumps kröfðust þes í gær að þær yrðu felldar niður því þær væru „fordæmalausar“ og brytu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Lögmenn Trumps segja að James geti ekki komið að tveimur mismunandi rannsóknum gegn fyrirtæki forsetans fyrrverandi. Þeir saka hana um að reyna að verða sér út um vitnisburð í þessu máli til að nota gegn Trump í glæparannsókninni, samkvæmt frétt New York Times. Mismunandi reglur gilda fyrir vitnisburði í málum sem þessum en í rannsókn James njóta þremenningarnir ekki sömu réttinda varðandi vitnisburð og í glæparannsókninni. Lögmennirnir segja James reyna að stytta sér leið í gegnum dómskerfið. Lögmenn Trumps hafa höfðað mál gegn James með því markmiði að stöðva rannsókn hennar á þeim grundvelli að hún sé pólitísks eðlis og brjóti á réttindum skjólstæðings þeirra. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56 Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð. 30. október 2021 16:31 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Ný fjölmiðlasamsteypa Trump fjármögnuð af grandlausum fjárfestum Margir þeirra fjárfesta sem nú eiga hlut í nýrri fjölmiðlasamsteypu Donald Trump höfðu ekki hugmynd um að þeir væru að fjármagna nýjasta ævintýri forsetans fyrrverandi þegar þeir tóku ákvörðun um að ávaxta peninga sína. 22. október 2021 09:47 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Rannsókn Letitia James, ríkissaksóknara, er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Hún vill einnig koma höndum yfir skjöl frá fyrirtækinu vegna rannsóknarinnar sem snýr meðal annars að því hvernig Trump verðmat eignir sínar. Rætt var við Eric Trump vegna rannsóknarinnar í október 2020. Báðar rannsóknirnar á Trump og fyrirtæki hans beinast að því hvernig Trump hefur verðmetið eignir sínar í gegnum árin. Þær snúa að því hvort að Trump hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Sjá einnig: Nýr ákærudómstóll skoðar sönnunargögn í máli Trump Stefnurnar gegn þremenningunum voru opinberaðar í gær, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en lögmenn Trumps kröfðust þes í gær að þær yrðu felldar niður því þær væru „fordæmalausar“ og brytu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Lögmenn Trumps segja að James geti ekki komið að tveimur mismunandi rannsóknum gegn fyrirtæki forsetans fyrrverandi. Þeir saka hana um að reyna að verða sér út um vitnisburð í þessu máli til að nota gegn Trump í glæparannsókninni, samkvæmt frétt New York Times. Mismunandi reglur gilda fyrir vitnisburði í málum sem þessum en í rannsókn James njóta þremenningarnir ekki sömu réttinda varðandi vitnisburð og í glæparannsókninni. Lögmennirnir segja James reyna að stytta sér leið í gegnum dómskerfið. Lögmenn Trumps hafa höfðað mál gegn James með því markmiði að stöðva rannsókn hennar á þeim grundvelli að hún sé pólitísks eðlis og brjóti á réttindum skjólstæðings þeirra.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56 Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð. 30. október 2021 16:31 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Ný fjölmiðlasamsteypa Trump fjármögnuð af grandlausum fjárfestum Margir þeirra fjárfesta sem nú eiga hlut í nýrri fjölmiðlasamsteypu Donald Trump höfðu ekki hugmynd um að þeir væru að fjármagna nýjasta ævintýri forsetans fyrrverandi þegar þeir tóku ákvörðun um að ávaxta peninga sína. 22. október 2021 09:47 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Sjá meira
Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56
Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð. 30. október 2021 16:31
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49
Ný fjölmiðlasamsteypa Trump fjármögnuð af grandlausum fjárfestum Margir þeirra fjárfesta sem nú eiga hlut í nýrri fjölmiðlasamsteypu Donald Trump höfðu ekki hugmynd um að þeir væru að fjármagna nýjasta ævintýri forsetans fyrrverandi þegar þeir tóku ákvörðun um að ávaxta peninga sína. 22. október 2021 09:47
Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30
Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07