Lukaku áfram hjá Chelsea eftir sáttafund Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 08:30 Romelu Lukaku kom til Chelsea í sumar og virðist ekki vera á förum neitt. Getty/James Williamson Belgíski framherjinn Romelu Lukaku verður ekki seldur eða lánaður frá Chelsea í janúar eða næsta sumar, þrátt fyrir viðtalið við Sky á Ítalíu sem fór illa í forráðamenn enska knattspyrnufélagsins. Lukaku og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel áttu sáttafund í gær vegna málsins þar sem Lukaku viðurkenndi að fyrrnefnt viðtal hefði verið mistök. Frá þessu greinir meðal annars Sky Sports. Í viðtalinu, sem var tekið upp fyrir nokkrum vikum en fyrst sýnt síðastliðinn fimmtudag, sagðist Lukaku óánægður með hlutverk sitt hjá Chelsea og að hann vildi snúa aftur til Inter Mílanó í náinni framtíð. Lukaku sagðist aðeins hafa farið frá Inter til Chelsea í sumar vegna þess að beiðni hans um nýjan samning hjá ítalska félaginu hefði verið hafnað. Lukaku segist núna sjá eftir þessum ummælum og að hann hafi viljað fara til Chelsea, og gert það ótilneyddur. Þeir Tuchel eru sammála um það að málið sé búið og að nú taki við barátta um að koma Chelsea nær Manchester City í titilbaráttunni á Englandi. Been told Romelu Lukaku explained to Thomas Tuchel and Chelsea board that he has no intention of leaving the club in January. #CFCAnyway, Chelsea won t allow any discussion with other clubs over loan on permanent move. Romelu also had very good training session yesterday.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2022 Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Liverpool á sunnudaginn en Tuchel var þá með Lukaku utan hóps vegna málsins. Aldrei hefur komið til umræðu að Lukaku verði seldur en hann sneri aftur til Chelsea í sumar eftir að hafa orðið ítalskur meistari með Inter. Samkvæmt Sky Sports kemur ekki til greina að Lukaku verði seldur í janúar né næsta sumar. Miðillinn segir ekkert hæft í fréttum frá Ítalíu þess efnis að hann vilji endurnýja kynni sín við Antonio Conte með því að fara til Tottenham. Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira
Lukaku og knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel áttu sáttafund í gær vegna málsins þar sem Lukaku viðurkenndi að fyrrnefnt viðtal hefði verið mistök. Frá þessu greinir meðal annars Sky Sports. Í viðtalinu, sem var tekið upp fyrir nokkrum vikum en fyrst sýnt síðastliðinn fimmtudag, sagðist Lukaku óánægður með hlutverk sitt hjá Chelsea og að hann vildi snúa aftur til Inter Mílanó í náinni framtíð. Lukaku sagðist aðeins hafa farið frá Inter til Chelsea í sumar vegna þess að beiðni hans um nýjan samning hjá ítalska félaginu hefði verið hafnað. Lukaku segist núna sjá eftir þessum ummælum og að hann hafi viljað fara til Chelsea, og gert það ótilneyddur. Þeir Tuchel eru sammála um það að málið sé búið og að nú taki við barátta um að koma Chelsea nær Manchester City í titilbaráttunni á Englandi. Been told Romelu Lukaku explained to Thomas Tuchel and Chelsea board that he has no intention of leaving the club in January. #CFCAnyway, Chelsea won t allow any discussion with other clubs over loan on permanent move. Romelu also had very good training session yesterday.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 4, 2022 Chelsea gerði 2-2 jafntefli við Liverpool á sunnudaginn en Tuchel var þá með Lukaku utan hóps vegna málsins. Aldrei hefur komið til umræðu að Lukaku verði seldur en hann sneri aftur til Chelsea í sumar eftir að hafa orðið ítalskur meistari með Inter. Samkvæmt Sky Sports kemur ekki til greina að Lukaku verði seldur í janúar né næsta sumar. Miðillinn segir ekkert hæft í fréttum frá Ítalíu þess efnis að hann vilji endurnýja kynni sín við Antonio Conte með því að fara til Tottenham.
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Sjá meira