Enski boltinn

Silva verður áfram í herbúðum Chelsea

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hinn 37 ára gamli Thiago Silva ætlar að taka slaginn með Chelsea á næsta tímabili.
Hinn 37 ára gamli Thiago Silva ætlar að taka slaginn með Chelsea á næsta tímabili. James Williamson - AMA/Getty Images

Varnarmaðurinn reynslumikli Thiago Silva hefur framlengt samningi sínum við enska knattspyrnufélagið Chelsea.

Þessi 37 ára leikmaður skrifaði undir nýjan samning í dag sem tryggir Lundunaliðinu þjónustu hans út næsta tímabil.

Silva gekk í raðir Chelsea frá PSG sumarið 2020, og með félaginu vann hann Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn á ferlinum er liðið hafði betur gegn Manchester City í úrslitaleiknum í fyrra.

Silva hefur leikið 40 deildarleiki fyrir Chelsea síðan hann gekk til liðs við félagið og hefur varnarmaðurinn skorað fjögur mörk í þeim leikjum.

„Að spila fyrir Chelsea veitir mé mikla ánægju. Ég bjóst aldei við því að spila fyrir þetta frábæra félag í þrjú ár þannig að ég er virkilega glaður með að vera hérna eitt tímabil í viðbót,“ sagði Silva eftir að hann undirritaði samninginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.