Erlent

Tveggja saknað eftir elda í Col­or­ado

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Bandaríkjamaðurinn Todd Lovrien virðir fyrir sér brunarústir heimilis systur sinnar í Louisville í Colorado.
Bandaríkjamaðurinn Todd Lovrien virðir fyrir sér brunarústir heimilis systur sinnar í Louisville í Colorado. AP Photo/Jack Dempsey

Tveggja er saknað eftir gróðurelda sem skekið hafa úthverfi bandarísku borgarinnar Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Hundruð heimila hafa orðið eldinum að bráð og þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín vegna þeirra.

AP-fréttaveitan greinir frá því að stjórnvöld á svæðinu hefðu gefið það út fyrr í dag að einskis væri saknað. Hins vegar hefði talsmaður lögreglunnar í Boulder-sýslu síðar greint frá því að unnið væri að leit að tveimur manneskjum sem ekki var vitað hvar væru. Lögreglan veitti ekki frekari upplýsingar um þá sem saknað er.

Eldanna varð fyrst vart á fimmtudaginn, en í dag jukust hremmingar íbúa á svæðinu enn frekar, þar sem tók að snjóa á svæðinu, íbúum sem vildu bjarga því sem eftir var af eigum sínum til mikils ama.

Minnst sjö manns slösuðust vegna eldanna og yfir 500 heimili hafa skemmst í eldinum, sem náði yfir 24 ferkílómetra svæði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×