Maxwell sakfelld fyrir mansal og gæti átt yfir höfði sér 65 ára fangelsi Eiður Þór Árnason skrifar 29. desember 2021 23:03 Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell fóru fram í New York en hún fór huldu höfði áður en lögreglu tókst að hafa uppi á henni. Ap/Elizabeth Williams Ghislaine Maxwell var í dag sakfelld í New York fyrir mansal á börnum og að hafa útvegað Jeffrey Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði kynferðislega. Brotin áttu sér stað á árunum 1994 til 2004. Maxwell var sakfelld í fimm af sex ákæruliðum, en hún neitaði sök í öllum þeirra. Vegna mansalsliðsins gæti hún átt yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsisdóm. Samanlögð hámarksrefsing fyrir hina ákæruliðina er 25 ára fangelsisvist. Gæti hin sextuga Maxwell því mögulega þurft að verja restinni af ævi sinni bak við lás og slá. Maxwell var einnig sakfelld fyrir að hafa hvatt stúlkurnar og hjálpað þeim að ferðast til Epsteins, vitandi að hann ætlaði sér að brjóta gegn þeim kynferðislega. Til grundvallar liggur meðal annars vitnisburður flugstjóra sem starfaði fyrir Epstein og farþegaskrár. Var fjórtán ára þegar fyrst var brotið á henni Mansalsákæran byggist einkum á framburði Carolyn sem sagði fyrir dómi að henni hafi verið greitt fyrir kynlíf þegar hún heimsótti heimili Epstein í Flórída á árunum 2001 til 2004. Carolyn lýsti hundruð slíkra tilfella sem áttu sér stað þegar hún var fjórtán til átján ára. Framburður fyrrverandi kærasta hennar studdi við vitnisburð Carolyn. Í yfirlýsingu frá saksóknaranum Damian Williams segir að einróma kviðdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ghislaine Maxwell hafi gerst sek um einn versta glæp sem hægt væri að ímynda sér; að auðvelda og taka þátt í kynferðislegri misnotkun á börnum. Glæpina hafi hún framið ásamt samverkamanni sínum Jeffrey Epstein. Williams fagnaði niðurstöðunni og hampaði hugrekki kvennanna sem deildu sögum sínum í réttarsalnum. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Fréttin hefur verið uppfærð. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28. desember 2021 13:55 Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. 17. desember 2021 23:36 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Brotin áttu sér stað á árunum 1994 til 2004. Maxwell var sakfelld í fimm af sex ákæruliðum, en hún neitaði sök í öllum þeirra. Vegna mansalsliðsins gæti hún átt yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsisdóm. Samanlögð hámarksrefsing fyrir hina ákæruliðina er 25 ára fangelsisvist. Gæti hin sextuga Maxwell því mögulega þurft að verja restinni af ævi sinni bak við lás og slá. Maxwell var einnig sakfelld fyrir að hafa hvatt stúlkurnar og hjálpað þeim að ferðast til Epsteins, vitandi að hann ætlaði sér að brjóta gegn þeim kynferðislega. Til grundvallar liggur meðal annars vitnisburður flugstjóra sem starfaði fyrir Epstein og farþegaskrár. Var fjórtán ára þegar fyrst var brotið á henni Mansalsákæran byggist einkum á framburði Carolyn sem sagði fyrir dómi að henni hafi verið greitt fyrir kynlíf þegar hún heimsótti heimili Epstein í Flórída á árunum 2001 til 2004. Carolyn lýsti hundruð slíkra tilfella sem áttu sér stað þegar hún var fjórtán til átján ára. Framburður fyrrverandi kærasta hennar studdi við vitnisburð Carolyn. Í yfirlýsingu frá saksóknaranum Damian Williams segir að einróma kviðdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ghislaine Maxwell hafi gerst sek um einn versta glæp sem hægt væri að ímynda sér; að auðvelda og taka þátt í kynferðislegri misnotkun á börnum. Glæpina hafi hún framið ásamt samverkamanni sínum Jeffrey Epstein. Williams fagnaði niðurstöðunni og hampaði hugrekki kvennanna sem deildu sögum sínum í réttarsalnum. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28. desember 2021 13:55 Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. 17. desember 2021 23:36 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28. desember 2021 13:55
Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. 17. desember 2021 23:36