Maxwell sakfelld fyrir mansal og gæti átt yfir höfði sér 65 ára fangelsi Eiður Þór Árnason skrifar 29. desember 2021 23:03 Réttarhöldin yfir Ghislaine Maxwell fóru fram í New York en hún fór huldu höfði áður en lögreglu tókst að hafa uppi á henni. Ap/Elizabeth Williams Ghislaine Maxwell var í dag sakfelld í New York fyrir mansal á börnum og að hafa útvegað Jeffrey Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði kynferðislega. Brotin áttu sér stað á árunum 1994 til 2004. Maxwell var sakfelld í fimm af sex ákæruliðum, en hún neitaði sök í öllum þeirra. Vegna mansalsliðsins gæti hún átt yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsisdóm. Samanlögð hámarksrefsing fyrir hina ákæruliðina er 25 ára fangelsisvist. Gæti hin sextuga Maxwell því mögulega þurft að verja restinni af ævi sinni bak við lás og slá. Maxwell var einnig sakfelld fyrir að hafa hvatt stúlkurnar og hjálpað þeim að ferðast til Epsteins, vitandi að hann ætlaði sér að brjóta gegn þeim kynferðislega. Til grundvallar liggur meðal annars vitnisburður flugstjóra sem starfaði fyrir Epstein og farþegaskrár. Var fjórtán ára þegar fyrst var brotið á henni Mansalsákæran byggist einkum á framburði Carolyn sem sagði fyrir dómi að henni hafi verið greitt fyrir kynlíf þegar hún heimsótti heimili Epstein í Flórída á árunum 2001 til 2004. Carolyn lýsti hundruð slíkra tilfella sem áttu sér stað þegar hún var fjórtán til átján ára. Framburður fyrrverandi kærasta hennar studdi við vitnisburð Carolyn. Í yfirlýsingu frá saksóknaranum Damian Williams segir að einróma kviðdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ghislaine Maxwell hafi gerst sek um einn versta glæp sem hægt væri að ímynda sér; að auðvelda og taka þátt í kynferðislegri misnotkun á börnum. Glæpina hafi hún framið ásamt samverkamanni sínum Jeffrey Epstein. Williams fagnaði niðurstöðunni og hampaði hugrekki kvennanna sem deildu sögum sínum í réttarsalnum. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Fréttin hefur verið uppfærð. Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28. desember 2021 13:55 Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. 17. desember 2021 23:36 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Brotin áttu sér stað á árunum 1994 til 2004. Maxwell var sakfelld í fimm af sex ákæruliðum, en hún neitaði sök í öllum þeirra. Vegna mansalsliðsins gæti hún átt yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsisdóm. Samanlögð hámarksrefsing fyrir hina ákæruliðina er 25 ára fangelsisvist. Gæti hin sextuga Maxwell því mögulega þurft að verja restinni af ævi sinni bak við lás og slá. Maxwell var einnig sakfelld fyrir að hafa hvatt stúlkurnar og hjálpað þeim að ferðast til Epsteins, vitandi að hann ætlaði sér að brjóta gegn þeim kynferðislega. Til grundvallar liggur meðal annars vitnisburður flugstjóra sem starfaði fyrir Epstein og farþegaskrár. Var fjórtán ára þegar fyrst var brotið á henni Mansalsákæran byggist einkum á framburði Carolyn sem sagði fyrir dómi að henni hafi verið greitt fyrir kynlíf þegar hún heimsótti heimili Epstein í Flórída á árunum 2001 til 2004. Carolyn lýsti hundruð slíkra tilfella sem áttu sér stað þegar hún var fjórtán til átján ára. Framburður fyrrverandi kærasta hennar studdi við vitnisburð Carolyn. Í yfirlýsingu frá saksóknaranum Damian Williams segir að einróma kviðdómur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Ghislaine Maxwell hafi gerst sek um einn versta glæp sem hægt væri að ímynda sér; að auðvelda og taka þátt í kynferðislegri misnotkun á börnum. Glæpina hafi hún framið ásamt samverkamanni sínum Jeffrey Epstein. Williams fagnaði niðurstöðunni og hampaði hugrekki kvennanna sem deildu sögum sínum í réttarsalnum. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Fréttin hefur verið uppfærð.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28. desember 2021 13:55 Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. 17. desember 2021 23:36 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. 28. desember 2021 13:55
Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. 17. desember 2021 23:36