Erlent

Kín­verjar smána sótt­varna­brjóta opin­ber­lega

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Kínverjar hafa gripið til harðra aðgerða vegna faraldursins.
Kínverjar hafa gripið til harðra aðgerða vegna faraldursins. AP/Tao Ming

Lögreglan í Suður-Kína smánaði opinberlega fjóra menn í vikunni sem sakaðir voru um að hafa brotið gegn sóttvarnalögum. Mennirnir áttu að hafa smyglað fólki yfir landamæri Kína en strangar takmarkanir eru á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins.

Lögreglan klæddi mennina í sérstaka hlífðargalla og labbaði með þá um götur borgarinnar Jingxi í Guangxi héraði í Kína. Þeir voru einnig látnir halda á myndum af sér á meðan smánuninni stóð, þar sem nöfn sóttvarnabrjótanna komu fram. Breska ríkisútvarpið greinir frá.

Uppátækið hlaut blendin viðbrögð meðal almennings en mikil umræða fór fram á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo. Netverjar sögðu margir hverjir að uppátækið minnti þá á hina ævafornu og úreltu opinberu smánun á meðan aðrir töldu refsinguna réttlætanlega.

Kínverjar hafa gripið til harðra aðgerða vegna útbreiðslu faraldursins síðustu daga en ráðamenn í Kína settu þrettán milljón íbúa borgarinnar Xi’an í útgöngubann í síðustu viku. Þar höfðu 211 greinst smitaðir á undanfarinni viku.


Tengdar fréttir

Stjórn­völd í Japan opinbera nöfn þeirra sem brjóta sóttvarnareglur

Japönsk stjórnvöld birtu á mánudag nöfn þriggja einstaklinga sem eru sakaðir um að hafa brotið gegn sóttkvíarskyldu við komuna til landsins. Samkvæmt gildandi reglum þurfa allir farþegar sem koma erlendis frá að sæta tveggja vikna sóttkví og nær það einnig til japanskra ríkisborgara.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×