Erlent

211 smitaðir og þrettán milljónir í útgöngubann

Samúel Karl Ólason skrifar
Íbúar Xi'an bíða í röð eftir skimun.
Íbúar Xi'an bíða í röð eftir skimun. AP/Xinhua/Liu Xiao

Ráðamenn í Kína hafa settum þrettán milljón íbúa borgarinnar Xi’an í útgöngubann vegna útbreiðslu kóronuveirunnar þar. 63 greindust smitaðir af Covid-19 í borginni í gær og hafa alls 211 greinst smitaðir á undafarinni viku.

AP fréttaveitan segir að allir þurfi í skimun á tveggja daga fresti og að einni manneskju af hverju heimili sé hleypt út á tvegja daga fresti til að kaupa nauðsynjar. Aðgerðirnar tóku gildi á miðnætti og liggur ekki fyrir hvenær þeim á að ljúka.

Yfirvöld í Kína hafa beitt ströngum aðgerðum til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar þar. Útgöngubönnum hefur verið beitt víða, öllum er gert að vera með grímur og skimun er víðtæk. Samkvæmt AP hefur þetta leitt til vandræða í samgöngum og komið niður á rekstri fyrirtækja.

Embættismenn segja aðgerðirnar þó mikilvægan lið í því að Kínverjum hafi tekist að halda faraldrinum verulega niðri í landinu.

Í heildina hafa yfirvöld í kína tilkynnt að rúmlega hundrað þúsund hafi smitast af Covid-19 og 4.636 hafi dáið.

Sunnar en Xi’an er kórónuveiran í nokkuri dreifingu í nokkrum borgm í Zhejiang-héraði. Þar hefur ekki verið gripið til eins umfangsmikilla aðgerða en aðgerðirnar í Xi’an eru taldar með þeim ströngustu frá því ellefu milljónir voru settar í útgöngubann í og nærri Wuhan í fyrra.

Nokkrar vikur eru þar til vetrarólympíuleikarnir fara fram í Kína. Óljóst er hvort þessar ströngu aðgerðir í Xi’an tengist því.


Tengdar fréttir

Rannsóknir benda til þess að ómíkron valdi minni veikindum

Rannsóknir í Suður-Afríku og Bretlandi virðast benda til þess að ómíkron-afbirgði kórónuveirunnar sé vægara en delta. Talið er að afbrigið nýja valdi 30 til 70 prósent færri innlögnum á sjúkrahús en önnur afbrigði.

Pfizer fær grænt ljós á lyf gegn Co­vid

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa nú veitt leyfi fyrir notkun lyfsins Paxlovid við kórónuveirunni. Lyfið er framleitt af fyrirtækinu Pfizer, sem áberandi hefur verið í framleiðslu á bóluefnum gegn Covid-19.

Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum

73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×