Erlent

„Kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt”

Sunna Valgerðardóttir skrifar
„Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi,” segir Maria Eismont, lögmaður mannréttindasamtakanna Memorial.
„Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi,” segir Maria Eismont, lögmaður mannréttindasamtakanna Memorial. AP/AP

Hæstiréttur í Rússlandi úrskurðaði í dag að elstu og einni virtustu mannréttindaskrifstofu landsins skyldi lokað. Ástæðan er sögð hryðjuverkaógn og brot á hinum ýmsu lögum um erlend samskipti. Þýska ríkisstjórnin gagnrýnir dóminn. Þekktur blaðamaður féll til bana úr glugga íbúðar sinnar í miðborg Moskvu á sunnudag.

Þetta er annar sambærilegur úrskurður dómstóla í Rússlandi á tveimur dögum. Systursamtökum Memorial var í gær gert að loka fyrir fullt og allt á grundvelli sömu laga. Sú fræðiskrifstofa hýsti meðal annars gögn, frásagnir, myndir og skjöl úr Gúlagi Stalíns, fangabúðum fyrrum Sovíetríkjanna.

Samtökin sögð ógna rússneskum stjórnvöldum

Í dag kvað hæstiréttur upp dóm þar sem Memorial er gert hætta allri starfsemi. Þau eru skilgreind sem hættuleg, erlend samtök samkvæmt rússneskum lögum. Forsvarsmenn samtakanna segja þetta þvætting.

„Við höfum ítrekað sagt að þessi lög um erlenda aðila eru ólögleg og að það eigi ekki að fylgja þeim,” segir Alexander Cherkasov, stjórnarmaður Memorial. 

Pyntingar, mannrán, fangelsun og morð

Maria Eismont, lögmaður samtakanna, tekur í sama streng og er harðorð í garð rússneskra stjórnvalda. 

„Tæknilega séð er hægt að loka Memorial að fullu um leið og ríkisstjórnin hættir að brjóta á réttindum borgaranna, ef þau hætta pyntinum, mannránum, fangelsun og morðum án rannsókna og réttarhalda í Rússlandi.”

Ákvörðun Rússa var harðlega gagnrýnd af þýskum stjórnvöldum í dag.

„Réttarhöldin yfir Memorial sýna enn einu sinni að kúgun almennings í Rússlandi eykst stöðugt,” sagði Wolfgang Büchner, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, þegar hann ávarpaði blaðamenn í dag. 

Blaðamaður lést við hátt fall í miðborg Moskvu 

Og ástandið í Moskvu er sannarlega eldfimt. Í gær greindu erlendir götumiðlar frá því að Yegor Prosvirnin, þekktur netblaðamaður sem hefur ekki farið í grafgötur með gagnrýni sína á Pútín Rússlandsforseta, hafi hrapað til bana úr út glugga heimilis síns í miðborg Moskvu. Hann lenti á Pushkin torgi, beint fyrir framan einn þekktasta veitingastað borgarinnar, Café Pushkin. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×