Erlent

Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Forsvarsmenn WHO hafa áhyggjur af því að gríðarlegur fjöldi Covid-veikra muni setja heilu heilbrigðiskerfin á hliðina.
Forsvarsmenn WHO hafa áhyggjur af því að gríðarlegur fjöldi Covid-veikra muni setja heilu heilbrigðiskerfin á hliðina. epa/Vickie Flores

Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé.

Þetta er langhæsta talan sem sést hefur frá upphafi faraldurs en fyrra met var slegið í janúar, þegar 294 þúsund manns greindust, að því er segir í breska blaðinu Guardian. 

Annars féllu metin einnig í Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Danmörku og auðvitað hér á landi. Þegar kemur að nýgengi smita er það hvergi hærra en hér á landi og í Danmörku. 

Það sem skýrir þessar háu smittölur er dreifing ómíkron afbrigðisins en það veldur því fjöldinn sem er að greinast hefur tekið mikið stökk uppávið í flestum löndum. 

Í Frakklandi greindust í gær tæplega 180 þúsund manns en á dögunum vakti mikla athygli þegar smitaðir náðu 100 þúsund á einum degi. Og á Grikklandi tvöfaldaðist fjöldi smitaðra á milli daga. 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segist óttast að þrátt fyrir að ómíkron valdi vægari veikindum hjá meirihluta þeirra sem smitast þá gæti þessi mikli fjöldi smitaðra einfaldlega lamað heilbrigðiskerfi landanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.