Neville gagnrýndi Ronaldo og Fernandes og kallaði lið United hóp af vælukjóum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2021 07:30 Gary Neville var hvorki hrifinn af frammistöðu né viðhorfi Brunos Fernandes og Cristianos Ronaldo gegn Newcastle United. getty/Robbie Jay Barratt Gary Neville gagnrýndi frammistöðu Manchester United gegn Newcastle United og kallaði leikmenn liðsins vælukjóa. Leikurinn á St. James' Park í gær endaði með 1-1 jafntefli. Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir snemma leiks en Edinson Cavani jafnaði fyrir United á 71. mínútu. Gestirnir gátu þakkað David De Gea öðrum fremur fyrir stigið en hann varði nokkrum sinnum vel í markinu. „Þetta var glundroði í seinni hálfleik varðandi uppstillingu og leikstíl, þetta var örvæntingarfullt. Þetta veldur miklum áhyggjum. Það var eflaust margt sem [Ralf] Rangnick hataði við þessa frammistöðu,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn. Neville var jafnvel enn hvassari í gagnrýni sinni í hálfleik. „Þeir hafa ekki gert neitt rétt sem lið. Enginn leikmaður getur sagt að hann hafi staðið fyrir sínu. Það er ekkert jákvætt við þetta. Þeir væla í hver öðrum! Þetta er hópur af vælukjóum! Horfðu á þá, fórnandi höndum, kvartandi yfir öllu! Í sannleika sagt er þetta átakanlegt. Vegna þeirra var síðasti stjóri [Ole Gunnar Solskjær] rekinn! Ralf Rangnick verður ekki rekinn, hann er bara búinn að vera þarna í nokkrar vikur, en ef þessi hópur heldur svona áfram verða margir stjórar reknir vegna hans.“ Tveir bestu leikmenn United, Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes, voru ekki undanskildir gagnrýndi Nevilles. Hann var afar ósáttur við líkamstjáningu Portúgalanna í leiknum. „Við tölum um líkamstjáningu og töluðum um það fyrr á tímabilinu þegar Ronaldo hljóp af velli eftir leikinn gegn Everton. Hann gerði það aftur núna. Hann gerði það gegn Watford þegar allir vissu að stjórinn yrði rekinn. Og gegn Norwich,“ sagði Neville. „Fernandes er líka vælandi. Þetta er tveir stórir leikmenn og það er hrikalegt þegar þeir horfa á yngri leikmennina eins og þeir séu ekki nógu góðir.“ Neville var þó ánægður með innkomu Cavanis og sagði hann gott mótvægi við Ronaldo og Fernandes. „Hann visnar ekki í nærveru þeirra. Hann svarar þeim og hjálpar ungu leikmönnunum. Hann verður að vera inni á vellinum,“ sagði Neville. „Mér er sama hvernig þú spilar. Þú þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn. Farðu til þeirra eftir leikinn, sérstaklega þegar þú ert besti leikmaður heims og einn besti leikmaður allra tíma,“ sagði Neville og vísaði þar til Ronaldos. „Þetta hefur truflað mig í um tvo mánuði. Það er hrikalegt þegar bestu leikmennirnir í liðinu sýna þetta viðhorf og þessa líkamstjáningu.“ Næsti leikur United og jafnframt síðasti leikur liðsins á árinu 2021 er gegn Burnley á Old Trafford á fimmtudaginn. Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Leikurinn á St. James' Park í gær endaði með 1-1 jafntefli. Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir snemma leiks en Edinson Cavani jafnaði fyrir United á 71. mínútu. Gestirnir gátu þakkað David De Gea öðrum fremur fyrir stigið en hann varði nokkrum sinnum vel í markinu. „Þetta var glundroði í seinni hálfleik varðandi uppstillingu og leikstíl, þetta var örvæntingarfullt. Þetta veldur miklum áhyggjum. Það var eflaust margt sem [Ralf] Rangnick hataði við þessa frammistöðu,“ sagði Neville á Sky Sports eftir leikinn. Neville var jafnvel enn hvassari í gagnrýni sinni í hálfleik. „Þeir hafa ekki gert neitt rétt sem lið. Enginn leikmaður getur sagt að hann hafi staðið fyrir sínu. Það er ekkert jákvætt við þetta. Þeir væla í hver öðrum! Þetta er hópur af vælukjóum! Horfðu á þá, fórnandi höndum, kvartandi yfir öllu! Í sannleika sagt er þetta átakanlegt. Vegna þeirra var síðasti stjóri [Ole Gunnar Solskjær] rekinn! Ralf Rangnick verður ekki rekinn, hann er bara búinn að vera þarna í nokkrar vikur, en ef þessi hópur heldur svona áfram verða margir stjórar reknir vegna hans.“ Tveir bestu leikmenn United, Cristiano Ronaldo og Bruno Fernandes, voru ekki undanskildir gagnrýndi Nevilles. Hann var afar ósáttur við líkamstjáningu Portúgalanna í leiknum. „Við tölum um líkamstjáningu og töluðum um það fyrr á tímabilinu þegar Ronaldo hljóp af velli eftir leikinn gegn Everton. Hann gerði það aftur núna. Hann gerði það gegn Watford þegar allir vissu að stjórinn yrði rekinn. Og gegn Norwich,“ sagði Neville. „Fernandes er líka vælandi. Þetta er tveir stórir leikmenn og það er hrikalegt þegar þeir horfa á yngri leikmennina eins og þeir séu ekki nógu góðir.“ Neville var þó ánægður með innkomu Cavanis og sagði hann gott mótvægi við Ronaldo og Fernandes. „Hann visnar ekki í nærveru þeirra. Hann svarar þeim og hjálpar ungu leikmönnunum. Hann verður að vera inni á vellinum,“ sagði Neville. „Mér er sama hvernig þú spilar. Þú þakkar áhorfendum fyrir stuðninginn. Farðu til þeirra eftir leikinn, sérstaklega þegar þú ert besti leikmaður heims og einn besti leikmaður allra tíma,“ sagði Neville og vísaði þar til Ronaldos. „Þetta hefur truflað mig í um tvo mánuði. Það er hrikalegt þegar bestu leikmennirnir í liðinu sýna þetta viðhorf og þessa líkamstjáningu.“ Næsti leikur United og jafnframt síðasti leikur liðsins á árinu 2021 er gegn Burnley á Old Trafford á fimmtudaginn.
Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira