Erlent

Fimm ára og eldri skyldaðir í bólu­setningu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Stjórnvöld í Ekvador hafa gripið til harðra aðgerða.
Stjórnvöld í Ekvador hafa gripið til harðra aðgerða. AP/Noriega

Bólusetningarskyldu hefur verið komið á í Ekvador í Suður-Ameríku. Allir, fimm ára og eldri, skulu fara í bólusetningu en stjórnvöld tóku ákvörðunina í ljósi fjölgun smita af völdum kórónuveirunnar.

Hlutfall bólusettra er hátt í Ekvador en rúmlega 77 prósent þjóðarinnar hafa hlotið bólusetningu gegn veirunni. Það gera um 12,4 milljónir manna en þetta kemur fram í frétt Reuters fréttaveitunnar.

„Stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að koma á bólusetningarskyldu gegn Covid-19. Þessi ákvörðun hefur verið tekin vegna aðstæðna, smitum fer fjölgandi og ný afbrigði á borð við ómíkron eru áhyggjuefni,“ segir í tilkynningu frá stjórnvöldum í Ekvador.

Fleiri en fimm hundruð þúsund hafa smitast af veirunni þar í landi frá upphafi faraldursins og talið er að rúmlega þrjátíu þúsund manns hafa látist af völdum veirunnar. Stjórnvöld hafa þó tekið fram að fólk í áhættuhópum verði ekki gert að fara í bólusetningu, gegn framvísun vottorðs þar að lútandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×