Íslenski boltinn

Fyrirliði Færeyja í KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hallur Hansson í baráttu við Christian Eriksen í landsleik Færeyja og Danmerkur.
Hallur Hansson í baráttu við Christian Eriksen í landsleik Færeyja og Danmerkur. epa/Henning Bagger

Hallur Hansson, fyrirliði færeyska landsliðsins, er genginn í raðir KR. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Vesturbæjarliðið.

Hallur kemur til KR frá Vejle. Þar lék hann með Kjartani Henry Finnbogasyni, leikmanni KR. Hallur hefur lengst af ferilsins leikið í Danmörku en einnig í heimalandinu og Skotlandi.

Hinn 29 ára Hallur spilar á miðjunni. Hann á að baki 67 leiki og fimm mörk fyrir færeyska landsliðið.

Auk Halls hefur KR fengið Aron Snæ Friðriksson, Stefan Alexander Ljubicic, Aron Kristófer Lárusson og Sigurð Bjart Hallsson.

KR endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar á síðasta tímabili.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.