Sprenging í tíðni áunninnar sykursýki: Matvælaframleiðendur beri mikla ábyrgð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2021 18:30 Bolli Þórsson, sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd Samsett Sprenging hefur orðið í fjölda fólks sem hefur greinst með áunna sykursýki hér á landi síðustu ellefu ár. Aukningin helst í hendur við fjölgun fólks í ofþyngd. Talið er að þrjátíu prósent þeirra sem hafa sjúkdóminn séu vangreind. Tvöfalt fleiri taka lyf til að lækka blóðsykur sinn nú en fyrir ellefu árum samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Blóðsykurslækkandi lyf, utan insúlíns (ATC flokkur A10B) miðað við stöðu í lyfjagagnagrunni, dags. 20.12.2021. Heimild:Landlæknir.Vísir/Ragnar Visage Þetta kemur líka fram í grein sem birtist í Læknablaðinu á þessu ári þar sem algengi sykursýki 2 meira en tvöfaldaðist í nær öllum aldurshópum frá 2005 til 2018. Áætlaður fjöldi fólks með sykursýki. Heimild: Læknablaðið.Vísir/Ragnar Visage Haldi fólki með sykursýki á Íslandi áfram að fjölga með svipuðum hraða gæti fjöldi fólks með sykursýki verið um 24.000 manns árið 2040. „Það er líka aukning á sykursýki eitt af einhverjum ástæðum, þó áunninn sykursýki eða sykursýki 2 sé um 90% tilvika,“ segir Bolli Þórsson sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd sem er einn höfunda greinarinnar. Einkum megi rekja aukningu á sykursýki tvö til þriggja þátta. „Það eru bein tengsl milli ofþyngdar og sykursýki, hreyfingarleysi hefur líka neikvæð áhrif og mataræðið,“ segir hann. Bolli sem starfar sem læknir hjá Hjartavernd segir að vísbendingar séu um að neikvæð þróun hafi átt sér stað í öllum þessum þáttum síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. „Fólk hefur verið heldur að þyngjast síðustu ár og það er svona minna að hreyfa sig. Þá hef ég hef heyrt um rannsóknir frá Íslenskri erfðagreiningu um að þol fólks sé minna,“ segir hann. Matvælaframleiðendur beri siðferðislega ábyrgð Bolli segir of algengt að fólk neyti tilbúinna, óhollra matvæla en framleiðendur beri líka mikla ábyrgð. „Matvælaframleiðendur bera mikla ábyrgð á þessari þróun. Þeir hafa siðferðislega ábyrgð á að hafa eins holl innihaldsefni og mögulegt er í framleiðslu sinni sem er því miður ekki alltaf raunin,“ segir hann. Bolli segir að streita geti líka haft neikvæð áhrif, einkum á þá sem eru þegar með sykursýki. „Það eru einhver tengsl við streitu og sykursýki það er ekki spurning,“ segir hann. Bolli segir að talið sé að um þriðjungur þeirra sem eru með sykursýki séu vangreindir og ómeðhöndluð sykursýki geti valdið margs konar vanda. „Of hár sykur fer mjög illa með mörg líffæri og æðar þannig að þetta veldur mörgum sjúkdómum í líffærum eins og nýrum og augum. Þá ýtir of hár sykur undir æðakölkun sem er aðal orsökin fyrir hjarta og æðasjúkdómum Heilsa Landspítalinn Matur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Tvöfalt fleiri taka lyf til að lækka blóðsykur sinn nú en fyrir ellefu árum samkvæmt upplýsingum frá Landlækni. Blóðsykurslækkandi lyf, utan insúlíns (ATC flokkur A10B) miðað við stöðu í lyfjagagnagrunni, dags. 20.12.2021. Heimild:Landlæknir.Vísir/Ragnar Visage Þetta kemur líka fram í grein sem birtist í Læknablaðinu á þessu ári þar sem algengi sykursýki 2 meira en tvöfaldaðist í nær öllum aldurshópum frá 2005 til 2018. Áætlaður fjöldi fólks með sykursýki. Heimild: Læknablaðið.Vísir/Ragnar Visage Haldi fólki með sykursýki á Íslandi áfram að fjölga með svipuðum hraða gæti fjöldi fólks með sykursýki verið um 24.000 manns árið 2040. „Það er líka aukning á sykursýki eitt af einhverjum ástæðum, þó áunninn sykursýki eða sykursýki 2 sé um 90% tilvika,“ segir Bolli Þórsson sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum hjá Hjartavernd sem er einn höfunda greinarinnar. Einkum megi rekja aukningu á sykursýki tvö til þriggja þátta. „Það eru bein tengsl milli ofþyngdar og sykursýki, hreyfingarleysi hefur líka neikvæð áhrif og mataræðið,“ segir hann. Bolli sem starfar sem læknir hjá Hjartavernd segir að vísbendingar séu um að neikvæð þróun hafi átt sér stað í öllum þessum þáttum síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. „Fólk hefur verið heldur að þyngjast síðustu ár og það er svona minna að hreyfa sig. Þá hef ég hef heyrt um rannsóknir frá Íslenskri erfðagreiningu um að þol fólks sé minna,“ segir hann. Matvælaframleiðendur beri siðferðislega ábyrgð Bolli segir of algengt að fólk neyti tilbúinna, óhollra matvæla en framleiðendur beri líka mikla ábyrgð. „Matvælaframleiðendur bera mikla ábyrgð á þessari þróun. Þeir hafa siðferðislega ábyrgð á að hafa eins holl innihaldsefni og mögulegt er í framleiðslu sinni sem er því miður ekki alltaf raunin,“ segir hann. Bolli segir að streita geti líka haft neikvæð áhrif, einkum á þá sem eru þegar með sykursýki. „Það eru einhver tengsl við streitu og sykursýki það er ekki spurning,“ segir hann. Bolli segir að talið sé að um þriðjungur þeirra sem eru með sykursýki séu vangreindir og ómeðhöndluð sykursýki geti valdið margs konar vanda. „Of hár sykur fer mjög illa með mörg líffæri og æðar þannig að þetta veldur mörgum sjúkdómum í líffærum eins og nýrum og augum. Þá ýtir of hár sykur undir æðakölkun sem er aðal orsökin fyrir hjarta og æðasjúkdómum
Heilsa Landspítalinn Matur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Blóðþrýstingslyf gætu dregið úr tíðni áunninnar sykursýki Blóðþrýstingslyf gætu komið í veg fyrir fjölda tilfella áunnar sykursýki en ný rannsókn leiddi í ljós að blóðþrýstingslækkun upp á 5 mmHg minnkar líkurnar á þróun sykursýkis 2 um 11 prósent. 15. nóvember 2021 11:11