Erlent

35 ára vinstri­maður nýr for­seti Chile

Atli Ísleifsson skrifar
Gabriel Boric er einungis 35 ára gamall og verður því einn yngsti leiðtogi lands í heiminum.
Gabriel Boric er einungis 35 ára gamall og verður því einn yngsti leiðtogi lands í heiminum. AP

Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast.

Kast viðurkenndi ósigur einungis um hálfum öðrum tíma eftir að kjörstöðum var lokað og búið var að telja um helming atkvæða. Óskaði hann mótframbjóðanda sínum til hamingju með kjörið og sagði hann nú vera forseta landsins sem ætti virðingu skilið. 

BBC segir frá því að nú þegar búið er að telja meirihluta atkvæða er Boric með um 56 prósent atkvæða og Kast um 44 prósent atkvæða.

Mikil mótmælin hafa staðið gegn stjórnvöldum í Chile síðustu vikurnar og hefur klofningurinn verið mikill meðal almennings í Chile enda hafi frambjóðendurnir tveir talað fyrir gjörólíkum áherslum. Hvorugur hefur áður verið í ríkisstjórn og hefur báðum verið lýst til utangarðsmönnum í chileskum stjórnmálum.

Boric er einungis 35 ára gamall og verður því einn yngsti leiðtogi lands í heiminum og jafnframt yngsti forsetinn í sögu Chile.

Boric skaust upp á stjörnuhimininn í chileskum stjórnmálum eftir að hafa leitt mótmæli stúdenta gegn ójöfnuði og spillingu í landinu á árunum 2019 og 2020.

Hann hefur heitið því að sem forseti berjast gegn ójöfnuði með því að gera umbætur á lífeyris- og heilbrigðiskerfi landsins, stytta vinnuvikuna úr 45 stundir í fjörutíu og því að ýta undir græna fjárfestingu svo eitthvað sé nefnt.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.