Erlent

Biden fær að skylda starfs­­fólk í bólu­­setningu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, telur ráðstöfunina lífsnauðsynlega.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, telur ráðstöfunina lífsnauðsynlega. AP

Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hafa nú kveðið á um að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, verði heimilt að skylda starfsmenn stærri fyrirtækja í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Ákvörðunin gæti haft áhrif á um 84 milljónir manna.

Óvíst er hvenær fyrirhuguð skyldubólusetning mun koma til með að taka gildi en heilbrigðisyfirvöld þar í landi segja ráðstöfunina mikilvæga til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðisins. Áður var fyrirhugað að láta breytingarnar taka gildi snemma á næsta ári.

„Þetta er sérstaklega mikilvæg ráðstöfun í ljósi þess að Bandaríkin standa frammi fyrir bráðsmitandi ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Það er lífsnauðsynlegt að við höldum áfram að auka kröfur um bólusetningu fyrir starfsfólk í ljósi aðstæðna,“ segir í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.

Ríkissaksóknarar í flokki Repúblíkana í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að þeir hyggjast ekki sætta sig við niðurstöðu alríkisdómstólsins og að til standi að áfrýja. Fréttaveitan AP News greinir frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×