Íslenski boltinn

Sveindís og Kári knattspyrnufólk ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Knattspyrnufólk ársins 2021, Sveindís Jane Jónsdóttir og Kári Árnason.
Knattspyrnufólk ársins 2021, Sveindís Jane Jónsdóttir og Kári Árnason. vísir/hulda margrét

Sveindís Jane Jónsdóttir og Kári Árnason hafa verið útnefnd knattspyrnufólk ársins 2021 af leikmannavali KSÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem bæði fá þessa viðurkenningu.

Sveindís skoraði flest mörk fyrir íslenska landsliðið á árinu, eða fjögur. Hún lék með Kristianstad í Svíþjóð á síðasta tímabili á láni frá Wolfsburg. Sveindís kom með beinum hætti að tíu mörkum og átti stóran þátt í því að Kristianstad tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Glódís Perla Viggósdóttir varð í 2. sæti í kjörinu og Dagný Brynjarsdóttir í því þriðja.

Kári Árnason varð Íslands- og bikarmeistari með Víkingi á sínu síðasta tímabili á ferlinum. Hann lék 23 leiki í deild og bikar og skoraði eitt mark, sem kom í bikarúrslitaleiknum gegn ÍA, síðasta leik hans á ferlinum.

Kári lék þrjá leiki með landsliðinu á árinu en sá síðasti, gegn Norður-Makedóníu, var hans nítugasti fyrir landsliðið. Í þeim skoraði hann sex mörk.

Birkir Bjarnason varð annar í valinu á knattspyrnumanni ársins og Jóhann Berg Guðmundsson þriðji.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.