Réttað yfir Rússa sem er talinn hafa myrt fyrir rússneska ríkið Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2020 13:05 Frá upphafi réttarhaldanna í dag. Sakborningurinn hefur að mestu þagað um aðild sína að morðinu á fyrrverandi uppreisnarmanni úr Téténíustríðinu. AP/Odd Andersen Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. Málið er sagt reyna enn á samskipti rússneskra og þýskra stjórnvalda sem eru stirð vegna eiturefnaárásarinnar á Alexei Navalní, rússneskan stjórnarandstöðuleiðtoga. Saksóknarar segja að Vadim Krasikov, 55 ára gamall Rússi, hafi komið til Berlínar í ágúst í fyrra með skipanir frá rússnesku ríkisstjórninni um að ráða Zelimkhan Khangoshvili georgískan borgarar af téténskum ættum af dögum. Georgíumaðurinn hafði barist gegn rússneska hernum í Téténíu. Krasikov hjólaði aftan að fórnarlambi sínu og skaut það með skammbyssu með hljóðdeyfi í Dýragarðinum í miðborg Berlínar um hábjartan dag í ágúst í fyrra. Hann skaut manninn svo tveimur skotum í höfuðið þar sem hann lá á jörðinni. Maðurinn var nálægt vettvangi skömmu eftir morðið og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Þýsk yfirvöld telja að hann hafi framið morðið fyrir hönd rússneska ríkisins. „Ríkisstofnanir miðstjórnar rússneska alríkisins gáfu sakborningnum samning um að myrða georgískan borgara af téténskum uppruna,“ sagði Ronald Georg, saksóknarinn í málinu, við upphaf réttarhaldanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Krasikov hafi þegið samninginn, annað hvort fyrir fé eða vegna þess að hann deildi markmiðum þeirra sem vildu myrða pólitískan óvin fyrir aðild hans að stríðinu í Téténíu og öðrum vopnuðum átökum gegn rússneska alríkinu. Tæknimenn þýsku lögreglunnar á vettvangi morðsins í almenningsgarði í miðborg Berlínar 23. ágúst 2019.Vísir/EPA Kannast ekki við að vera Krasikov Sakborningurinn bar því við í morgun að hann kannaðist ekki við að vera Vadim Krasikov sem er nefndur í ákæru. Hann væri Vadim Sokolov. Þýsk yfirvöld segja að það sé dulnefnið sem hann notaði í sendiför sinni. Rússnesk stjórnvöld neita því að hafa komið nálægt morðinu á uppreisnarmanninum fyrrverandi. Tveimur starfsmönnum rússneska sendiráðsins var vikið úr landi í desember vegna morðsins og vísuðu Rússa á móti tveimur þýskum sendiráðsstarfsmönnum úr Rússlandi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti Khangoshvili sem „ribbalda“ og „morðingja“ og sakaði hann um að hafa drepið fjölda fólks í átökum í Kákakusfjöllum þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi við hann um morðið á fundi í París í desember. Spenna ríkir í samskiptum Þýskalands og Rússlands eftir að eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi í ágúst. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín til meðferðar og var útskrifaður þaðan fyrir stuttu. Efnavopnastofnunin (OPCW) staðfesti í gær niðurstöður þýskra, franskra og sænskra yfirvalda um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Novichok er sama eitrið og var byrlað Sergei Skrípa, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Bresk stjórnvöld sökuðu stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því höfnuðu Rússar. Bresk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússnesku tilræðismennirnir skildu eftir sig. Í stjórnartíð Pútín hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga forsetans látið lífið við voveiflegar aðstæður. Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Réttarhöld yfir rússneskum manni sem er ákærður fyrir að myrða fyrrverandi uppreisnarmann í Téténíu að skipan stjórnvalda í Kreml hófust í Berlín í dag. Málið er sagt reyna enn á samskipti rússneskra og þýskra stjórnvalda sem eru stirð vegna eiturefnaárásarinnar á Alexei Navalní, rússneskan stjórnarandstöðuleiðtoga. Saksóknarar segja að Vadim Krasikov, 55 ára gamall Rússi, hafi komið til Berlínar í ágúst í fyrra með skipanir frá rússnesku ríkisstjórninni um að ráða Zelimkhan Khangoshvili georgískan borgarar af téténskum ættum af dögum. Georgíumaðurinn hafði barist gegn rússneska hernum í Téténíu. Krasikov hjólaði aftan að fórnarlambi sínu og skaut það með skammbyssu með hljóðdeyfi í Dýragarðinum í miðborg Berlínar um hábjartan dag í ágúst í fyrra. Hann skaut manninn svo tveimur skotum í höfuðið þar sem hann lá á jörðinni. Maðurinn var nálægt vettvangi skömmu eftir morðið og hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Hann á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Þýsk yfirvöld telja að hann hafi framið morðið fyrir hönd rússneska ríkisins. „Ríkisstofnanir miðstjórnar rússneska alríkisins gáfu sakborningnum samning um að myrða georgískan borgara af téténskum uppruna,“ sagði Ronald Georg, saksóknarinn í málinu, við upphaf réttarhaldanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Krasikov hafi þegið samninginn, annað hvort fyrir fé eða vegna þess að hann deildi markmiðum þeirra sem vildu myrða pólitískan óvin fyrir aðild hans að stríðinu í Téténíu og öðrum vopnuðum átökum gegn rússneska alríkinu. Tæknimenn þýsku lögreglunnar á vettvangi morðsins í almenningsgarði í miðborg Berlínar 23. ágúst 2019.Vísir/EPA Kannast ekki við að vera Krasikov Sakborningurinn bar því við í morgun að hann kannaðist ekki við að vera Vadim Krasikov sem er nefndur í ákæru. Hann væri Vadim Sokolov. Þýsk yfirvöld segja að það sé dulnefnið sem hann notaði í sendiför sinni. Rússnesk stjórnvöld neita því að hafa komið nálægt morðinu á uppreisnarmanninum fyrrverandi. Tveimur starfsmönnum rússneska sendiráðsins var vikið úr landi í desember vegna morðsins og vísuðu Rússa á móti tveimur þýskum sendiráðsstarfsmönnum úr Rússlandi. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti Khangoshvili sem „ribbalda“ og „morðingja“ og sakaði hann um að hafa drepið fjölda fólks í átökum í Kákakusfjöllum þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ræddi við hann um morðið á fundi í París í desember. Spenna ríkir í samskiptum Þýskalands og Rússlands eftir að eitrað var fyrir Navalní í Rússlandi í ágúst. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín til meðferðar og var útskrifaður þaðan fyrir stuttu. Efnavopnastofnunin (OPCW) staðfesti í gær niðurstöður þýskra, franskra og sænskra yfirvalda um að eitrað hafi verið fyrir Navalní með taugaeitrinu novichok sem var þróað í Sovétríkjunum sálugu. Novichok er sama eitrið og var byrlað Sergei Skrípa, rússneskum fyrrverandi njósnara, og dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi í mars árið 2018. Bresk stjórnvöld sökuðu stjórn Pútín um að hafa staðið að tilræðinu en því höfnuðu Rússar. Bresk kona lét lífið þegar hún komst í snertingu við leifar eitursins sem rússnesku tilræðismennirnir skildu eftir sig. Í stjórnartíð Pútín hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og pólitískra andstæðinga forsetans látið lífið við voveiflegar aðstæður.
Rússland Þýskaland Tengdar fréttir Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26 Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Efnavopnastofnunin staðfestir að Navalní var byrlað taugaeitur Eitrað var fyrir Alexei Navalní, rússneskum stjórnarandstæðingi, með taugaeitrinu novichok samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Alþjóðaefnavopnastofnunarinnar (OPCW). Stofnunin staðfestir niðurstöður þýskra og annarra vestrænna stjórnvalda. 6. október 2020 16:26
Segir að eitrað hafi verið fyrir sér vegna þingkosninga Stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní telur að leyniþjónusta Rússlands hafi eitrað fyrir honum, því yfirvöld í Kreml hafi talið hann vera ógn fyrir þingkosningarnar á næsta ári. 6. október 2020 14:30