Erlent

Náttúru­ham­farir, á­hlaupið á banda­ríska þing­húsið og valda­taka Talí­bana

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Flestir kannast eflaust við þessa mynd sem varð ein sú þekktasta úr áhlaupinu á bandaríska þinghúsið í byrjun árs.
Flestir kannast eflaust við þessa mynd sem varð ein sú þekktasta úr áhlaupinu á bandaríska þinghúsið í byrjun árs. Vísir

Árið 2021 einkenndist af náttúruhamförum, pólitískum óstöðugleika, átökum og óánægju með sóttvarnaaðgerðir. Ekki bara hér á Íslandi heldur líka úti í heimi. 

Loftslagsváin hefur sett svip sinn á heiminn og verða áhrif hennar sýnilegri með hverju árinu sem líður. Gróðureldar, hamfaraflóð og ófyrirsjáanlegar veðurbreytingar eru nokkur dæmi um það sem heimsbúar hafa þurft að glíma við. 

Árið byrjaði af hörku þegar stuðningsmenn Donalds Trump þáverandi Bandaríkjaforseta fylktu liði og réðust inn í bandaríska þinghúsið þar sem nokkrir týndu lífi. 

Talíbanar komust aftur til valda í Afganistan eftir tuttugu ára hlé. Valdatakan vakti ótta í hugum margra, ekki síst Afgana sem þurfa nú að búa við harða stjórn Talíbana. 

Þetta er bara brot þess sem gerðist utan landssteinanna á árinu en stiklað er á stóru í myndbandinu hér að neðan. 

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember.


Tengdar fréttir

Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á

Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar.

Sögu­lega leiðin­legt þing í ár

Salan á Ís­lands­banka var stærsta pólitíska hita­mál ársins 2021 að mati flestra sem frétta­stofa ræddi við þegar farið var í upp­rifjun á af­rekum þingsins fyrir annál. Það segir lík­lega sína sögu um hve tíðinda­litlu og leiðin­legu ári er að ljúka fyrir á­huga­menn um pólitík.

Lygileg Eurovision-vegferð Daða og Gagnamagnsins

Íslendingar mættu stórhuga til leiks í Eurovision þetta árið eftir að farsóttin martraðarkennda hafði af okkur öruggan sigur á fyrsta ári veirunnar. Við tjölduðum öllu til í Rotterdam í Hollandi í vor: nýju lagi með Daða og Gagnamagninu, nýjum grænum heilgöllum og nýjum sigurdraumi. Nú skyldi það hafast.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×