Innlent

Sögu­lega leiðin­legt þing í ár

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Árið sem nú er að líða telst seint til þeirra skemmtilegri í pólitíkinni, ef svo hversdagslega má komast að orði um svo virðulegan vettvang.
Árið sem nú er að líða telst seint til þeirra skemmtilegri í pólitíkinni, ef svo hversdagslega má komast að orði um svo virðulegan vettvang.

Salan á Ís­lands­banka var stærsta pólitíska hita­mál ársins 2021 að mati flestra sem frétta­stofa ræddi við þegar farið var í upp­rifjun á af­rekum þingsins fyrir annál. Það segir lík­lega sína sögu um hve tíðinda­litlu og leiðin­legu ári er að ljúka fyrir á­huga­menn um pólitík.

Pólitík er þó auð­vitað vett­vangur á­taka og fólks með mis­munandi skoðanir og sýn á lífið. Því var hægt að grafa upp nokkur eftir­minni­leg at­vik á þessu sviði.

Sjálf­stæðis­menn spiluðu þar stór hlut­verk; fengu sér í vörina í for­seta­stól Al­þingis, héldu úti harðri gagn­rýni á bæði and­stæðinga sína og sam­starfs­menn og létu hendur standa fram úr ermum í borginni.

Staða Mið­flokksins á þingi gjör­breyttist þá auð­vitað eftir kosningar og verður fróð­legt að sjá hvort flokkurinn hafi út­hald í að halda sinni mál­þófs­hefð lifandi á nýju kjör­tíma­bili með að­eins tvo þing­menn.

Hér er farið yfir allt það sem stóð upp úr í pólitíkinni í ár:

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember. Fyrir helgi var fjallað um fréttir Magnúsar Hlyns, sjá hlekk að neðan.


Tengdar fréttir

Einstakt samband Magnúsar Hlyns og skemmtilegra frétta

Einstakt samband krumma og hundar, kind sem heldur að hún sé hundur og gamalt fólk sem stendur á höndum. Fréttirnar þurfa ekki alltaf að vera stórar til þess að vera merkilegar og það veit fréttamaður okkar á Suðurlandi.

Öll verstu mis­tök ársins

Mis­tök geta verið alls­konar; al­var­leg, kald­hæðnis­leg, grát­leg og jafn­vel fyndin! En það góða við mis­tök er að allir lenda í þeim ein­hvern tíma á lífs­leiðinni.

Lygileg Eurovision-vegferð Daða og Gagnamagnsins

Íslendingar mættu stórhuga til leiks í Eurovision þetta árið eftir að farsóttin martraðarkennda hafði af okkur öruggan sigur á fyrsta ári veirunnar. Við tjölduðum öllu til í Rotterdam í Hollandi í vor: nýju lagi með Daða og Gagnamagninu, nýjum grænum heilgöllum og nýjum sigurdraumi. Nú skyldi það hafast.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.