Himnasending til Framara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 15:31 Jesús Yendis mun spila með Fram næsta sumar. Knattspyrnudeild Fram Úrvalsdeildarlið Fram hefur náð sér í liðstyrk frá Suður-Ameríku fyrir fyrsta tímabil félagsins í efstu deild í átta ár. Knattspyrnudeild Fram samdi við hinn 23 ára gamla Jesús Yendis frá Venesúela en þetta er vinstri bakvörður sem jafnframt getur leikið sem kantmaður. Hann kemur til Fram frá CD Hermanos Colmenarez í heimalandinu. Samningurinn Jesús Yendis við Fram er til tveggja ára og gildir því út keppnistímabilið 2023. „Jesús er sókndjarfur og beinskeyttur bakvörður sem býr yfir miklum hraða. Hann er góður á boltanum og með góðar fyrirgjafir en jafnframt öflugur varnarmaður. Þrátt fyrir ungan aldur býr Jesús yfir mikilli reynslu úr deildinni í Venesúela,“ segir í fréttatilkynningu Framara um nýja leikmanninn. Jón Sveinsson þjálfari Fram er ánægður með að hafa tryggt sér þjónustu Jesús Yendis næstu tvö árin: „Jesús er spennandi viðbót við góðan hóp hjá okkur. Hraður og kröftugur vinstri bakvörður sem mun styrkja okkur,“ sagði Jón. Í fréttatilkynningu Framara kemur einnig fram að Jesús sé spenntur fyrir tækifærinu að koma til Íslands að leika knattspyrnu. „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til þess að skapa mér nafn utan Venesúela. Ég er mjög ánægður og spenntur yfir þessu tækifæri og stoltur af því trausti sem að Fram sýnir mér. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið og stuðningsmennina,“ sagði Jesús Yendis. Jesús Yendis er ekki eini Suður-Ameríkumaðurinn í Framliðinu því Brasilíumaðurinn Frederico Saraiva skoraði átta mörk fyrir liðið í Lengjudeildinni síðasta sumar. Það virðist líka vera straumur frá Venesúela til Íslands því Blikar sömdu við Juan Camilo Pérez á dögunum. Pepsi Max-deild karla Fram Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Knattspyrnudeild Fram samdi við hinn 23 ára gamla Jesús Yendis frá Venesúela en þetta er vinstri bakvörður sem jafnframt getur leikið sem kantmaður. Hann kemur til Fram frá CD Hermanos Colmenarez í heimalandinu. Samningurinn Jesús Yendis við Fram er til tveggja ára og gildir því út keppnistímabilið 2023. „Jesús er sókndjarfur og beinskeyttur bakvörður sem býr yfir miklum hraða. Hann er góður á boltanum og með góðar fyrirgjafir en jafnframt öflugur varnarmaður. Þrátt fyrir ungan aldur býr Jesús yfir mikilli reynslu úr deildinni í Venesúela,“ segir í fréttatilkynningu Framara um nýja leikmanninn. Jón Sveinsson þjálfari Fram er ánægður með að hafa tryggt sér þjónustu Jesús Yendis næstu tvö árin: „Jesús er spennandi viðbót við góðan hóp hjá okkur. Hraður og kröftugur vinstri bakvörður sem mun styrkja okkur,“ sagði Jón. Í fréttatilkynningu Framara kemur einnig fram að Jesús sé spenntur fyrir tækifærinu að koma til Íslands að leika knattspyrnu. „Þetta er frábært tækifæri fyrir mig til þess að skapa mér nafn utan Venesúela. Ég er mjög ánægður og spenntur yfir þessu tækifæri og stoltur af því trausti sem að Fram sýnir mér. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið og stuðningsmennina,“ sagði Jesús Yendis. Jesús Yendis er ekki eini Suður-Ameríkumaðurinn í Framliðinu því Brasilíumaðurinn Frederico Saraiva skoraði átta mörk fyrir liðið í Lengjudeildinni síðasta sumar. Það virðist líka vera straumur frá Venesúela til Íslands því Blikar sömdu við Juan Camilo Pérez á dögunum.
Pepsi Max-deild karla Fram Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Enski boltinn Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira