Enski boltinn

Fyrirliðabandið tekið af Aubameyang

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang er ekki lengur fyrirliði Arsenal.
Pierre-Emerick Aubameyang er ekki lengur fyrirliði Arsenal. getty/David Price

Pierre-Emerick Aubameayng er ekki lengur fyrirliði Arsenal. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu.

Aubameyang var ekki leikmannahóp Arsenal í leiknum gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn vegna agabrots. Skytturnar unnu leikinn, 3-0.

Í yfirlýsingunni frá Arsenal kemur fram að Aubameyang muni ekki taka þátt í leiknum gegn West Ham annað kvöld.

Aubameyang var gerður að fyrirliða Arsenal í nóvember 2019 eftir að fyrirliðabandið var tekið af Granit Xhaka.

Aubameyang hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og aðeins skorað fjögur mörk í fjórtán deildarleikjum á tímabilinu. Hann er samningsbundinn Arsenal til 2023.

Gabon-maðurinn kom til Arsenal frá Borussia Dortmund í lok janúar 2018. Hann hefur leikið 163 leiki fyrir Arsenal og skorað í þeim 92 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×