Erlent

Hand­tekinn fyrir að leka mynd­bandi sem sýndi her­þotu hrapa ör­skömmu eftir flug­tak

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Samskonar flugvél og sú sem fór í sjóinn.
Samskonar flugvél og sú sem fór í sjóinn. Lt Cdr Lindsey Waudby RN/Ministry of Defence via Getty Images

Brak F-35 herþotu breska flughersins sem hrapaði í Miðjarðarhafið örfáum andartökum eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið endurheimt. Sjóliði um borð hefur verið handtekinn fyrir að leka myndefni sem sýndi þotuna hrapa.

Breska dagblaðið Telegraph greinir frá því að fjölþjóðlegt leitarteymi Breta, Ítala og Bandaríkjamanna hafi endurheimt brak vélarinnar að nær öllu leyti.

Það vakti mikla athygli þegar myndband sem sýndi þotuna hrapa í sjóinn var lekið til fjölmiðla. Í myndbandinu má sjá þotuna hrapa í sjóinn í flugtaki. Enn er óvíst hvað varð til þess að þotan hrapaði en rannsókn stendur yfir. Flugmaður vélarinnar gat skotið sér út úr vélinni og slapp að mestu ómeiddur. 

Atvikið átti sér stað í síðasta mánuði.

Í frétt Telegraph segir að sjóliði um borð í HMS Queen Elizabeth hafi verið fluttur til Bretlands, grunaður um að hafa lekið umræddu myndbandi.

Breskir þingmenn höfði áhyggjur af því að Rússar myndu reyna að ná til vélarinnar á undan Bretum, svo komast mætti yfir hátæknibúnað um borð í vélinni sem hulinn er leyndarhjúpi.

Þeir þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af því lengur því að í frétt Telegraph segir að allur viðkvæmur búnaður vélarinnar sé kominn í öruggar hendur.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.