Enski boltinn

Átta leikmenn Spurs smitaðir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kórónuveiran setur stórt strik í reikning Tottenham.
Kórónuveiran setur stórt strik í reikning Tottenham. getty/Rob Newell

Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Tottenham á að mæta Rennes í Sambandsdeild Evrópu annað kvöld. Leiknum hefur ekki enn verið frestað.

Spurs á svo að mæta Brighton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Tottenham ætlar að freista þess að fá leiknum frestað.

„Á hverjum degi bætast fleiri smit við. Allir eru örlítið óttaslegnir. Fólk á fjölskyldur. Af hverju þurfum við að taka áhættu? Það er mín spurning,“ sagði Conte á blaðamannafundinum í dag.

„Hver greinist á morgun? Ég? Ég veit það ekki. Það er allavega betra að ég smitist en leikmenn en þetta er ekki gott fyrir neinn.“

Ekki liggur enn fyrir hvaða leikmenn Tottenham greindust með veiruna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.