Innlent

Segir borgina hafa gefið olíufélögum níu milljarða

Jakob Bjarnar skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á fundi borgarstjórnar í Ráðhúsinu. Gunnar Smári telur lausatök þar með miklum ósköpum og leiða til þess að braskarar hagnist um milljarða króna með því að fá í fangið eigur almennings.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á fundi borgarstjórnar í Ráðhúsinu. Gunnar Smári telur lausatök þar með miklum ósköpum og leiða til þess að braskarar hagnist um milljarða króna með því að fá í fangið eigur almennings. vísir/vilhelm

Gunnar Smári Egilsson heldur því fram að borgaryfirvöld séu, vísivitandi eða andvaralaus, að mylja undir braskara í höfuðborginni. Þeir maki krókinn.

Í grein sem Gunnar Smári, sem er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, skrifar á Vísi undir fyrirsögninni Braskborgin Reykjavík, segir hann að verðmæti ætlaðs byggingaréttar á bensínstöðvum, sem samið hefur verið um að loka, sé um 9 milljarðar króna. Þetta sé eign sem olíufélögin áttu ekki fyrr en þau sömdu við borgina. Líklegt sé að olíufélögin innleysi þessa eign með því að selja byggingaréttinn líkt og nýverið var gert á Orkureitnum og á Ártúnsholti.

Í greininni vekur Gunnar Smári athygli á að Þorpið vistfélag, sem keypti byggingarétt í Ártúnaholti fyrir sjö milljarða króna fyrir skömmu sé félag sem hafi haft neikvætt eigið fé um síðustu áramót og að stofnendur hafi aðeins lagt 1,5 milljón króna inn í félagið í formi hlutafjár.

Mestur hluti greinarinnar fer í að leggja mat á hvað þessi sjö milljarða króna kaup muni kosta kaupendur og leigjendur íbúðanna í Ártúnsholti og heldur Gunnar Smári því fram að þetta leiði til þess að kaupendur þurfi að borga 24 þúsund krónur á mánuði í 40 ár vegna þessa samnings og leigjendur enn hærri upphæð, eða 35 þúsund krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

Brask­borgin Reykja­vík

Um daginn keypti Þorpið, félag sem stofnað var til með 1,5 m.kr. hlutafjárframboði byggingarétt í Ártúnsholti fyrir sjö milljarða króna. Eigið fé þessa félags var neikvætt um 3,9 m.kr. um síðustu áramót, það skuldaði þá meira en það átti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×