Erlent

Aung San Suu Kiy dæmd í fjögurra ára fangelsi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Enn á eftir að dæma í fjölda mála gegn leiðtoganum fyrrverandi.
Enn á eftir að dæma í fjölda mála gegn leiðtoganum fyrrverandi. epa

Fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, var í morgun dæmd til fjögurra ára fangelsisvistar. Búist er við að dómurinn verði þyngdur verulega, því hún á fleiri ákærur yfir höfði sér.

Suu Kyi, sem er orðin 76 ára gömul, var í morgun sakfelld fyrir að kynda undir mótmælum gegn herforingjastjórninni og fyrir að brjóta sóttvarnareglur vegna heimsfaraldursins. 

Suu Kyi var leiðtogi ríkisstjórnar Mjanmar um tíma eftir að herforingjarnir ákváðu að deila völdum með lýðræðislega kjörnum fulltrúum. 

Í febrúar skiptu þeir hinsvegar um skoðun og hnepptu Suu Kyi og fleiri leiðtoga í stofufangelsi. Í kjölfarið var hún kærð fyrir margvísleg meint brot, til að mynda spillingu og fyrir kosningasvindl.

 Hún gæti átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.