Mount allt í öllu hjá Chelsea sem heldur topp­sætinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mason Mount var frábær í kvöld.
Mason Mount var frábær í kvöld. Darren Walsh/Getty Images

Chelsea vann nauman 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Watford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Gestirnir halda þar með toppsæti deildarinnar.

Mason Mount kom toppliðinu yfir eftir tæplega hálftíma leik. Emmanuel Dennis jafnaði metin fyrir Watford áður en fyrri hálfleikur var úti og staðan 1-1 í hálfleik.

Síðari hálfleikur var einnig jafn en á endanum skoraði Hakim Ziyech sigurmark gestanna eftir sendingu Mount, staðan orðin 1-2 og reyndust það lokatölur.

Chelsea er sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með 33 stig að loknum 14 umferðum eða stigi meira en Manchester City og tveimur meira en Liverpool sem er í 3. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira