Magdalena Andersson forsætisráðherra aftur á ný Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2021 12:59 Magdalena Andersson er 34. í röðinni og fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA Magdalena Andersson, formaður sænskra Jafnaðarmanna, var endurkjörin í dag í embætti forsætisráðherra en hún sagði af sér á dögunum eftir að hafa fyrst kvenna aðeins setið í embætti í sjö klukkustundir. Andersson sagði af sér í síðustu viku í kjölfar þess að Græningjar ákváðu að ganga úr ríkisstjórn. Í Svíþjóð er það þannig að meirihluti þingmanna þarf að umbera forsætisráðherrann, það er ekki greiða atkvæði gegn. Í atkvæðagreiðslu sem lauk nú skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma greiddu 175 þingmenn Jafnaðarmanna, Græningja, Vinstriflokksins og Miðflokksins ýmist atkvæði með Andersson eða sátu hjá (101 greiddi atkvæði með og 74 sátu hjá). 173 þingmenn Moderaterna, Kristilegra demókrata, Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra greiddu atkvæði gegn tillögunni. Andersson, sem verður 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu, hefur verið fjármálaráðherra landsins frá árinu 2014. Hún tók við embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins fyrr í mánuðinum af Stefan Löfven. Andersson sagði af sér á miðvikudaginn, sjö tímum eftir að meirihluti þingsins hafði samþykkt hana sem nýjan forsætisráðherra, eftir að Græningjar tilkynntu að þeir myndu segja skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu. Sögðust leiðtogar Græningjar ekki vilja stýra landinu með fjárlögum sem hægriöfgaflokkur, það er Svíþjóðardemókratar, hafi komið að því að smíða. Jafnaðarmenn og Græningjar hafa myndað saman minnihlutastjórn í Svíþjóð frá árinu 2014, en Andersson mun nú leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmanna, en þingkosningar fara fram í landinu í september næstkomandi. Má ljóst vera að stjórnin verður ein sú veikasta í sögu landsins, enda háð því að þrír þingflokkar verji hana vanstrausti, auk þess að stjórnun mun þurfa að stýra landinu á fjárlögum stjórnarandstöðunnar. Þar sem Andersson hefur nú tekið við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar gegna fjórar konur nú embætti forsætisráðherra á Norðurlöndum – Andersson í Svíþjóð, Katrín Jakobsdóttir á Íslandi, Mette Frederiksen í Danmörku og Sanna Marin í Finnlandi. Jonas Gahr Støre tók við embætti forsætisráðherra í Noregi af Ernu Solberg í síðasta mánuði. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Tilnefnir Andersson á nýjan leik Forseti sænska þingsins hefur aftur tilnefnt Magdalenu Andersson, formann sænskra Jafnaðarmanna, sem nýjan forsætisráðherra landsins. Atkvæðagreiðslan mun fara fram í sænska þinginu næsta mánudag. 25. nóvember 2021 14:41 Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. 24. nóvember 2021 16:31 Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Í Svíþjóð er það þannig að meirihluti þingmanna þarf að umbera forsætisráðherrann, það er ekki greiða atkvæði gegn. Í atkvæðagreiðslu sem lauk nú skömmu fyrir klukkan 13 að íslenskum tíma greiddu 175 þingmenn Jafnaðarmanna, Græningja, Vinstriflokksins og Miðflokksins ýmist atkvæði með Andersson eða sátu hjá (101 greiddi atkvæði með og 74 sátu hjá). 173 þingmenn Moderaterna, Kristilegra demókrata, Svíþjóðardemókrata og Frjálslyndra greiddu atkvæði gegn tillögunni. Andersson, sem verður 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu, hefur verið fjármálaráðherra landsins frá árinu 2014. Hún tók við embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins fyrr í mánuðinum af Stefan Löfven. Andersson sagði af sér á miðvikudaginn, sjö tímum eftir að meirihluti þingsins hafði samþykkt hana sem nýjan forsætisráðherra, eftir að Græningjar tilkynntu að þeir myndu segja skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu. Sögðust leiðtogar Græningjar ekki vilja stýra landinu með fjárlögum sem hægriöfgaflokkur, það er Svíþjóðardemókratar, hafi komið að því að smíða. Jafnaðarmenn og Græningjar hafa myndað saman minnihlutastjórn í Svíþjóð frá árinu 2014, en Andersson mun nú leiða minnihlutastjórn Jafnaðarmanna, en þingkosningar fara fram í landinu í september næstkomandi. Má ljóst vera að stjórnin verður ein sú veikasta í sögu landsins, enda háð því að þrír þingflokkar verji hana vanstrausti, auk þess að stjórnun mun þurfa að stýra landinu á fjárlögum stjórnarandstöðunnar. Þar sem Andersson hefur nú tekið við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar gegna fjórar konur nú embætti forsætisráðherra á Norðurlöndum – Andersson í Svíþjóð, Katrín Jakobsdóttir á Íslandi, Mette Frederiksen í Danmörku og Sanna Marin í Finnlandi. Jonas Gahr Støre tók við embætti forsætisráðherra í Noregi af Ernu Solberg í síðasta mánuði.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Tilnefnir Andersson á nýjan leik Forseti sænska þingsins hefur aftur tilnefnt Magdalenu Andersson, formann sænskra Jafnaðarmanna, sem nýjan forsætisráðherra landsins. Atkvæðagreiðslan mun fara fram í sænska þinginu næsta mánudag. 25. nóvember 2021 14:41 Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. 24. nóvember 2021 16:31 Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Tilnefnir Andersson á nýjan leik Forseti sænska þingsins hefur aftur tilnefnt Magdalenu Andersson, formann sænskra Jafnaðarmanna, sem nýjan forsætisráðherra landsins. Atkvæðagreiðslan mun fara fram í sænska þinginu næsta mánudag. 25. nóvember 2021 14:41
Andersson segir af sér eftir sjö tíma í embætti Magdalena Andersson hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar eftir sjö tíma í embætti. Þetta gerir hún í kjölfar þess að Græningjar tilkynntu að þeir segi skilið við ríkisstjórn landsins eftir að fjárlagafrumvarp borgaralegu flokkanna á þingi, stjórnarandstöðuflokkanna, náði fram að ganga á þinginu í dag. 24. nóvember 2021 16:31
Fyrst kvenna til að gegna embætti forsætisráðherra í Svíþjóð Magdalena Andersson, formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins, er nýr forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven og er jafnframt fyrsta konan í sögu landsins til að gegna embættinu. 24. nóvember 2021 09:07
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“