Bein útsending: Málþing um ofbeldi og morð á konum í Mexíkó Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 11:30 Kynbundið ofbeldi, mannshvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta ábyrgð. Að meðaltali eru tíu konur myrtar á degi hverjum. Amnesty Íslandsdeild Amnesty International stendur að málþingi um stöðu kvenna í Mexíkó í dag milli klukkan 12 og 13. Claudia Ashanie Wilson, héraðslögmaður og varaformaður Íslandsdeildar Amnesty International, leiðir málþingið, en hægt verður að fylgjast með því í beinu streymi í spilara að neðan. Í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að sérstakir gestir málþingsins séu þær Wendy Andrea Galarza feministi og baráttukona, og Edith Olivares Ferreto, framkvæmdastjóri Amnesty International í Mexíkó. Heimsóknin er hluti af árlegri, alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi. Í erindi sínu mun Edith Olivares greina frá alvarlegum brotum á rétti kvenna til lífs og líkamlegs öryggis í Mexíkó, hvernig það þrífst og hvernig aðgerðasinnar og alþjóðasamfélagið getur gripið til aðgerða til verndar réttindum kvenna og stúlkna í landinu. Wendy Galarza segir sögu sína á málþinginu og greinir frá baráttu sinni fyrir réttindum kvenna í Mexíkó. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Kynbundið ofbeldi, mannshvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta ábyrgð. Að meðaltali eru tíu konur myrtar á degi hverjum. Í skýrslu sem Amnesty International í Mexíkó gaf út í september 2021 og nefnist Justice on Trial kemur fram að á síðasta ári voru 3.723 morð á konum skráð en þar af voru 940 konur myrtar af hendi karlmanns fyrir það eitt að vera konur. Yfirvöld láta undir höfuð leggjast að rannsaka morðin með fullnægjandi hætti, ýmist vegna þess að vettvangur glæps er ekki skoðaður nægilega vel, sönnunargögn týnast eða áhugi er ekki til staðar á að sinna rannsókn. Þessir alvarlegu ágallar koma í veg fyrir að málin rati til dómsstóla og að hinir seku sæti ábyrgð. Oft þurfa fjölskyldur hinna myrtu sjálfar að rannsaka morðin með tilheyrandi álagi og kostnaði en þessi ábyrgð fellur oftast í skaut kvenna. Í sumum tilfellum hóta og ógna yfirvöld fjölskyldunum í þeim tilgangi að reyna að kæfa málið. Embætti saksóknara er einnig vanbúið til að framfylgja rannsókn á morðum á konum, ýmist vegna skorts á mannafla, búnaði og sérfræðiþekkingar. Að auki sæta konur sem rísa upp og mótmæla ofbeldinu kúgun af hálfu yfirvalda, geðþóttahandtökum, útskúfun og margvíslegu ofbeldi. Ofbeldi og morð á konum í Mexíkó eiga sér langa sögu en á síðustu árum hafa þessi grófu brot gegn konum fengið aukna athygli í kjölfar fjölda mótmæla gegn ofbeldi á konum á vegum kvenréttindahreyfinga í landinu. Wendy Galarza, sem er baráttukona fyrir réttátara samfélagi í heimalandi sínu, tók þátt í einum slíkum mótmælum þann 9. nóvember 2020 í Cancún og týndi næstum lífi sínu. Þegar hópur mótmælenda hóf að toga niður og brenna viðartálma skaut lögreglan skotum upp í loft, en að sögn sumra skaut hún í átt að mannfjöldanum. Wendy áttaði sig síðar á því að hún væri með skotsár á fótlegg og sköpum. Þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að skotárásinni hafa ekki enn sætt ábyrgð. Mál hennar er eitt af tíu málum þolenda mannréttindabrota sem eru hluti af herferðinni, Þitt nafn bjargar lífi. Unnt er að skrifa undir mál hennar og fleiri þolenda á www.amnesty.is,“ segir í tilkynningunni. Mexíkó Mannréttindi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Claudia Ashanie Wilson, héraðslögmaður og varaformaður Íslandsdeildar Amnesty International, leiðir málþingið, en hægt verður að fylgjast með því í beinu streymi í spilara að neðan. Í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International segir að sérstakir gestir málþingsins séu þær Wendy Andrea Galarza feministi og baráttukona, og Edith Olivares Ferreto, framkvæmdastjóri Amnesty International í Mexíkó. Heimsóknin er hluti af árlegri, alþjóðlegri herferð Amnesty International, Þitt nafn bjargar lífi. Í erindi sínu mun Edith Olivares greina frá alvarlegum brotum á rétti kvenna til lífs og líkamlegs öryggis í Mexíkó, hvernig það þrífst og hvernig aðgerðasinnar og alþjóðasamfélagið getur gripið til aðgerða til verndar réttindum kvenna og stúlkna í landinu. Wendy Galarza segir sögu sína á málþinginu og greinir frá baráttu sinni fyrir réttindum kvenna í Mexíkó. Hægt er að fylgjast með málþinginu í spilaranum að neðan. Kynbundið ofbeldi, mannshvörf og morð á konum í Mexíkó eru tíð en fáir eru látnir sæta ábyrgð. Að meðaltali eru tíu konur myrtar á degi hverjum. Í skýrslu sem Amnesty International í Mexíkó gaf út í september 2021 og nefnist Justice on Trial kemur fram að á síðasta ári voru 3.723 morð á konum skráð en þar af voru 940 konur myrtar af hendi karlmanns fyrir það eitt að vera konur. Yfirvöld láta undir höfuð leggjast að rannsaka morðin með fullnægjandi hætti, ýmist vegna þess að vettvangur glæps er ekki skoðaður nægilega vel, sönnunargögn týnast eða áhugi er ekki til staðar á að sinna rannsókn. Þessir alvarlegu ágallar koma í veg fyrir að málin rati til dómsstóla og að hinir seku sæti ábyrgð. Oft þurfa fjölskyldur hinna myrtu sjálfar að rannsaka morðin með tilheyrandi álagi og kostnaði en þessi ábyrgð fellur oftast í skaut kvenna. Í sumum tilfellum hóta og ógna yfirvöld fjölskyldunum í þeim tilgangi að reyna að kæfa málið. Embætti saksóknara er einnig vanbúið til að framfylgja rannsókn á morðum á konum, ýmist vegna skorts á mannafla, búnaði og sérfræðiþekkingar. Að auki sæta konur sem rísa upp og mótmæla ofbeldinu kúgun af hálfu yfirvalda, geðþóttahandtökum, útskúfun og margvíslegu ofbeldi. Ofbeldi og morð á konum í Mexíkó eiga sér langa sögu en á síðustu árum hafa þessi grófu brot gegn konum fengið aukna athygli í kjölfar fjölda mótmæla gegn ofbeldi á konum á vegum kvenréttindahreyfinga í landinu. Wendy Galarza, sem er baráttukona fyrir réttátara samfélagi í heimalandi sínu, tók þátt í einum slíkum mótmælum þann 9. nóvember 2020 í Cancún og týndi næstum lífi sínu. Þegar hópur mótmælenda hóf að toga niður og brenna viðartálma skaut lögreglan skotum upp í loft, en að sögn sumra skaut hún í átt að mannfjöldanum. Wendy áttaði sig síðar á því að hún væri með skotsár á fótlegg og sköpum. Þeir sem grunaðir eru um að hafa staðið að skotárásinni hafa ekki enn sætt ábyrgð. Mál hennar er eitt af tíu málum þolenda mannréttindabrota sem eru hluti af herferðinni, Þitt nafn bjargar lífi. Unnt er að skrifa undir mál hennar og fleiri þolenda á www.amnesty.is,“ segir í tilkynningunni.
Mexíkó Mannréttindi Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira