Erlent

Ómíkron-afbrigðið komið til Bretlands

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Yfirvöld víða reyna nú að finna leiðir til að hefta úbreiðslu afbrigðisins.
Yfirvöld víða reyna nú að finna leiðir til að hefta úbreiðslu afbrigðisins. AP Photo/Jerome Delay.

Tveir einstaklingar hafa greinst með Ómikron-afbrigði kórónuveirunnar í Bretland að því er heilbrigðisyfirvöld þar í landi greina frá.

BBC greinir frá. Afbrigðið greindist fyrst í Suður Afríku fyrr í mánuðinum og gaf Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin nýja afbrigðinu heitið Ómíkron í vikunni. Um er að ræða næsta afbrigðið á eftir Delta sem stofnunin hefur teljandi áhyggjur af.

Afbrigðið hefur greinst hratt út og er talið að tilfelli þess hafi verið greind í Belgíu, Ísrael, Hong Kong, Suður Afríku og Þýskalandi, svo dæmi séu tekin.

Yfirvöld í Bretlandi hafa brugðist við afbrigðinu með því að setja setja nokkur lönd í Afríku á svokallaðan rauðan lista, sem þýðir að allir farþegar frá þeim löndum þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins.

Búist er við að Evrópusambandið setji á ferðabann frá þessum löndum auk þess sem að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur varað við ferðalögum til þessara landa. Þá segist hann vera með í smíðum minnisblað með tillögum að hertum aðgerðum á landamærunum til að bregðast við Ómíkron-afbrigðinu.

Löndin sem flug verða ekki heimil til Evrópu frá miðað við aðgerðir ESB eru eftirfarandi:

  • Botsvana
  • Esvatíní
  • Lesótó
  • Mósambík
  • Namibía
  • Suður Afríka
  • Zimbabwe

Afbrigðið er mikið stökkbreytt og gefa rannsóknir til kynna að það smitist auðveldar manna á milli og hafa vísindamenn áhyggjur af því að það gæti komist í gegnum bólusetningar vegna stökkbreytinganna.


Tengdar fréttir

Telur allar líkur á að nýja afbrigðið komi til Íslands

Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar, Ómíkron, komi til Íslands en bindur vonir við að bólusetningar muni veita viðunandi vernd. Afbrigðið breiðist hratt út og er talið hafa greinst í Þýskalandi og Tékklandi í dag.

Vísindamenn í Suður-Afríku áhyggjufullir

Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×