Þórólfur Guðnason SóttvarnalæknirFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson
Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Suður-Afríku og greiningar afbrigðisins í löndum utan Afríku í kjölfar ferðalaga ræður sóttvarnalæknir íbúum Íslands, óháð bólusetningu gegn COVID-19, frá ferðalögum til tiltekinna landa Afríku að nauðsynjalausu.
Þetta kemur fram á vef Embættis landlæknis þar sem segir að Ísland fylgi ferðatakmörkunum á ESB/Schengen-svæðis.
Mælt hefur verið með að flug frá ákveðnum löndum fái ekki að koma til Evrópu vegna útbreiðslu nýja afbrigðisins. Mögulegt er að fleiri lönd bætist á listann eftir því sem upplýsingar berast um frekari útbreiðslu.
Löndin sem flug verða ekki heimil frá eru:
Botsvana
Esvatíní
Lesótó
Mósambík
Namibía
Suður Afríka
Zimbabwe
Bólusettir einstaklingar sem hafa komið dvalið í þessum löndum lengur en sólarhring síðastliðna fjórtán daga eru hvattir til að gæta vel að sóttvörnum og fara í sýnatöku til PCR greiningar fimm dögum eftir komuna til landsins þótt þeir hafi farið í sýnatöku innan tveggja daga eftir komu.
Bólusettir einstaklingar sem koma hér eftir til landsins frá þessum löndum eru hvattir til að fara í PCR sýnatöku við komu, fylgja reglum um sóttkví og endurtaka sýnatöku eftir fimm daga.
Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðisins meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið nýjasta afbrigði kórónuveirunnar heiti gríska bókstafsins Ómíkron. Stofnunin gefur einungis afbrigðum sem hún hefur teljandi áhyggjur af nafn.
Vísindamenn í Suður-Afríku óttast hraða útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19 meðal ungs fólks þar í landi. Í gær höfðu 2.828 greinst smitaðir af afbrigðinu en það hve ungt fólk virðist smitast hratt hefur valdið áhyggjum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.