Erlent

Nýja kórónu­veiru­af­brigðið fær nafnið Ó­míkron

Árni Sæberg skrifar
Nýja afbrigði kórónuveirunnar hefur verið úthlutað gríska bókstafnum Ómíkron.
Nýja afbrigði kórónuveirunnar hefur verið úthlutað gríska bókstafnum Ómíkron. Fotograzia/Getty Images

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur gefið nýjasta afbrigði kórónuveirunnar heiti gríska bókstafsins Ómíkron. Stofnunin gefur einungis afbrigðum sem hún hefur teljandi áhyggjur af nafn.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) að afbrigðið sé mikið stökkbreytt og að fyrstu rannsóknir bendi til aukinnar hættu á að sýkjast aftur af Ómíkron-afbrigðinu.

Afbrigðið kom fyrst upp í Suður-Afríku þann 24. nóvember. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af afbrigðinu.

Gengið fram hjá nokkrum bókstöfum

Ómíkron, sem er táknaður með Ο, er fimmtándi bókstafur gríska stafrófsins en fyrstu fjórir bókstafir þess hafa hingað til verið notaðir í réttri röð í nöfnum kórónuveiruafbrigða sem eru WHO áhyggjuefni.

Þá eru stafirnir Lamda og Mu notaðir fyrir tvö afbrigði sem stofnunin fylgist með. Þeir eru elleftu og tólftu bókstafir stafrófsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.