Enski boltinn

Fullyrða að Rangnick muni stýra United út tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ralf Rangnick verður væntanlega kynntur sem næsti knattspyrnustjóri Manchester United áður en langt um líður.
Ralf Rangnick verður væntanlega kynntur sem næsti knattspyrnustjóri Manchester United áður en langt um líður. getty/Sven Hoppe

Ralf Rangnick hefur samþykkt að stýra Manchester United út tímabilið.

Frá þessu er greint á The Athletic. Þar segir að Rangnick muni skrifa undir sex mánaða samning við United og vera svo í ráðgjafarhlutverki hjá félaginu í tvö ár.

Vinnuveitandi Rangnicks, Lokomotiv Moskva, á þó enn eftir að samþykkja að leysa hann undan samningi. Ólíklegt þykir þó að félagið standi í vegi fyrir Rangnick.

Þótt Rangnick verði væntanlega kynntur sem næsti knattspyrnustjóri United á næstu klukkutímunum getur hann ekki stýrt liðinu gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn vegna skorts á atvinnuleyfi.

Rangnick, sem er 63 ára Þjóðverji, er gríðarlega reyndur og áhrifamikill þjálfari. Meðal þjálfara sem hafa leitað í viskubrunn hans eru Thomas Tuchel, Julian Nagelsmann og Ralph Hassenhüttl.

Meðal liða sem Rangnick hefur stýrt má nefna Schalke, Hoffenheim, RB Leipzig og Stuttgart.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.