Fótbolti

Vanda mætti til vinnu en svaraði ekki símanum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ársþing KSÍ 2021 Aukaþing
Ársþing KSÍ 2021 Aukaþing

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, lét ekki ná í sig í síma í gær eftir að ákvörðun var tekin um að Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, muni láta af störfum næstu mánaðamót.

Eftir fréttirnar af því að Eiður Smári muni láta af störfum sem aðstoðarþjálfari landsliðsins hafa margir velt fyrir sér hvað veldur því að sú ákvörðun hafi verið tekin. Vangaveltur um áfengisneyslu Eiðs og annarra innan landsliðsins hafa ratað í fjölmiðla landsins, en ekki verður farið dýpra í þá sálma hér.

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur ekki enn tjáð sig um málið, ekki frekar en aðrir innan sambandsins fyrir utan Ómar Smárason, yfirmann samskiptadeildar. Ekki er hægt að kenna því um að Vanda hafi ekki verið mætt til vinnu í gær, en hún meðal annars hitti sendiherra Japans, Ryotaro Suzuki, fyrir vináttuleik íslenska kvennalandsliðsins gegn því japanska sem fram fer í dag í Hollandi.

Margir hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé eðlilegt að formaður Knattspyrnusambandsins svari fyrir það, og gefi skýringar á því, þegar ákvörðun er tekin um að segja aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta upp. Hins vegar hefur enn hvorki heyrst hósti né stuna frá formanninum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.