Áfengi í landsliðsferð sagt hafa fellt Eið Smára | KSÍ svarar ekki Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2021 09:53 Eiður Smári Guðjohnsen var rétt innan við ár í starfi sem aðstoðarlandsliðsþjálfari karla í fótbolta. vísir/vilhelm Forráðamenn og stjórnarfólk KSÍ vill ekki eða hefur ekki tjáð sig um ástæður þess að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki lengur aðstoðarþjálfari karlalandsliðs Íslands í fótbolta. Tilkynnt var um það seint í gærkvöld að uppsagnarákvæði í samningi á milli KSÍ og Eiðs hefði verið nýtt. Haft var eftir Eiði að síðasta ár hefði verið mjög krefjandi innan sem utan vallar, bæði fyrir hann og KSÍ. „Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hagsmuni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi,“ sagði Eiður sem áminntur var í sumar og sendur í leyfi vegna hegðunar sinnar undir áhrifum áfengis. Í yfirlýsingunni er ákvörðunin sögð sameiginleg ákvörðun KSÍ og Eiðs. Endanleg niðurstaða virðist hafa fengist á fundi bráðabirgðastjórnar sem fram fór síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum DV tengjast endalok Eiðs gleðskap landsliðsins eftir að undankeppni HM lauk í Skopje í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þar mun KSÍ hafa boðið upp á áfengi fyrir leikmenn, þjálfara og starfsfólk KSÍ sem var með í för. DV tekur þó fram að samkvæmt heimildum hafi Eiður „ekki farið yfir nein mörk“ í ferðinni. Hafði verið áminntur Eiður hafði hins vegar eins og fyrr segir verið áminntur fyrr á þessu ári, eftir að myndskeið af honum fór í dreifingu á netinu þar sem hann var drukkinn í miðborg Reykjavíkur að kasta af sér vatni utandyra. Nokkrum vikum áður hafði Eiður virst undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Þar hefur hann haldið áfram í hlutverki sérfræðings. Formaður KSÍ svarar ekki Vísir hefur ítrekað í morgun reynt að ná tali af formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, í morgun en hún hefur ekki svarað. Ásgrímur Helgi Einarsson, stjórnarmaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, vísaði einungis í yfirlýsingu en kvaðst ekki vilja tjá sig um ástæður ákvarðanarinnar. Aðspurður af hverju áfengi hefði verið leyft í landsliðsferðinni, og það í boði KSÍ, svaraði Ásgrímur: „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál; hvað skeði í ferðinni eða ástæður fyrir þessu.“ Vísaði hann á Ómar Smárason, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, en ekki hefur náðst í Ómar í morgun. Ekki hefur heldur náðst í Arnar Þór Viðarsson og ekki annað vitað en að hann sé áfram aðalþjálfari A-landsliðsins þó að sem stendur sé hann án aðstoðarþjálfara. Fótbolti KSÍ Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira
Tilkynnt var um það seint í gærkvöld að uppsagnarákvæði í samningi á milli KSÍ og Eiðs hefði verið nýtt. Haft var eftir Eiði að síðasta ár hefði verið mjög krefjandi innan sem utan vallar, bæði fyrir hann og KSÍ. „Samkomulag um starfslok mín voru tekin með hagsmuni mína, landsliðsins og KSÍ að leiðarljósi,“ sagði Eiður sem áminntur var í sumar og sendur í leyfi vegna hegðunar sinnar undir áhrifum áfengis. Í yfirlýsingunni er ákvörðunin sögð sameiginleg ákvörðun KSÍ og Eiðs. Endanleg niðurstaða virðist hafa fengist á fundi bráðabirgðastjórnar sem fram fór síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum DV tengjast endalok Eiðs gleðskap landsliðsins eftir að undankeppni HM lauk í Skopje í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Þar mun KSÍ hafa boðið upp á áfengi fyrir leikmenn, þjálfara og starfsfólk KSÍ sem var með í för. DV tekur þó fram að samkvæmt heimildum hafi Eiður „ekki farið yfir nein mörk“ í ferðinni. Hafði verið áminntur Eiður hafði hins vegar eins og fyrr segir verið áminntur fyrr á þessu ári, eftir að myndskeið af honum fór í dreifingu á netinu þar sem hann var drukkinn í miðborg Reykjavíkur að kasta af sér vatni utandyra. Nokkrum vikum áður hafði Eiður virst undir áhrifum áfengis þegar hann mætti sem sérfræðingur í þáttinn Völlinn í Sjónvarpi Símans, þar sem mörk og atvik í ensku úrvalsdeildinni eru til umfjöllunar. Þar hefur hann haldið áfram í hlutverki sérfræðings. Formaður KSÍ svarar ekki Vísir hefur ítrekað í morgun reynt að ná tali af formanni KSÍ, Vöndu Sigurgeirsdóttur, í morgun en hún hefur ekki svarað. Ásgrímur Helgi Einarsson, stjórnarmaður KSÍ og formaður landsliðsnefndar, vísaði einungis í yfirlýsingu en kvaðst ekki vilja tjá sig um ástæður ákvarðanarinnar. Aðspurður af hverju áfengi hefði verið leyft í landsliðsferðinni, og það í boði KSÍ, svaraði Ásgrímur: „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta mál; hvað skeði í ferðinni eða ástæður fyrir þessu.“ Vísaði hann á Ómar Smárason, deildarstjóra samskiptadeildar KSÍ, en ekki hefur náðst í Ómar í morgun. Ekki hefur heldur náðst í Arnar Þór Viðarsson og ekki annað vitað en að hann sé áfram aðalþjálfari A-landsliðsins þó að sem stendur sé hann án aðstoðarþjálfara.
Fótbolti KSÍ Mest lesið Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Sjá meira